Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Side 41

Eimreiðin - 01.09.1968, Side 41
FÖRUNAUTARNÍR 187 Rúmum mánuði síðar fékk héraðslæknirinn bréf frá lækni og gjaldkera heilsuhælisins í Skotlandi. í bréfunum var skýrt frá láti Hemings, er borið hafði að í einmánuði miðjum. Sendi- bréf, sem Hemingur hafði ný- fengið frá íslandi, virtist hafa haft slæm áhrif á heilsu hans. „Eigi að síður tók hann dauða sínum með karlmennsku, þessi hugumstóri, íslenzki Þjóðólfur,“ skrifaði annar þeirra. Ekki hafði hann eytt eyrisvirði fram yfir það, er nauðsyn bar til. Hemingur var grafinn í skozkri mold. Hann hvílir undir keltneskum krossi úr basalti, er vinir hans í heilsuhælinu gáfu til minningar um hann. Lág- mynd af Thule er á bautastein- inum. Frú úr Hálöndum, vist- kona í heilsuhælinu, gróðursetti ývið á leiðinu, og kvað hann mundu standa þar í mörg hundruð ár og draga úr ein- manaleik framandi moldar með sígrænu barrinu. En hver hlúir að munkahett- unum, sem fáir vissu hve honum var annt um og uxu í breiðu fyr- ir utan svefnhússgluggann hans á læknissetrinu — og spruttu út í rauðum loga ástarinnar? E'inar Guðmundsson.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.