Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Side 45

Eimreiðin - 01.09.1968, Side 45
MORGUNSTUND VIÐ KVEINSTAFAFLÓA 191 veginn, finnst mér þetta vera eitt af ævintýrum gróðursögunnar. Jarðvegurinn er eintómur, hvítur sandur, ekki moldarögn undir grassverðinum, ekki brúnn litblær. Þegar fæti er spyrnt harkalega í grasflötina framan við húsið, vellur þar upp hvítur sandurinn. Aður fyiT óx hér lyng, sem varðist foksandinum af seiglu, og þaðan er runnið nafnið á kotinu. Það var reist árið 1919. Nú er lyngið horfið að mestu, en hávaxinn greniskógur teygir sig um víðáttur, fjölmarga ferkílómetra. En þótt tekizt hafi að rækta greniskóg víða um Norður-Jótland, til mikilla nytja og ágóða, gerir þrálátur og hamrammur vestan- stormurinn trjágróðrinum þó marga skráveifuna. Útverðir í vestur- jaðri skógarreita eru kræklóttir og bognir og kalkvistir margir. Lyngbær stendur í norðvesturhorni mikils skóggræðsluflæmis, sem kennt er við fiskiþorpið Tókaströnd. í rauninni er húsið alveg falið í skóginum; við hefðum aldrei fundið það, ef vinur okkar Jens Röge, fiskimaðurinn ágæti, sem liefur lyklavöldin að húsinu og sér um það fyrir eigandann, hefði ekki vísað okkur leið. „Þið sagið niður dauð tré í skóginum, ef ykkur vantar brenni,“ segir hann um leið og hann kveður. Þetta læt ég ekki segja mér tvisvar, ég er óðfús að saga í eldinn, svo að hinum finnst nóg um. Þau skilja ekki fyllilega, að ég er kominn í heimsókn til uppvaxtar- áranna, þegar ég dedúa við ofninn og amla við eldsneytið. Hefð- um við llaft þessa gnægð brennis á Eyrarhrauni forðum, þegar kveikja þurfti upp í maskínunni, eina eldstæðinu og hitatækinu í kotinu, hefði baslið oft orðið minna. Myndir og atburðir hrannast í hugann, þegar ég ligg hér vak- andi í litla sumarhúsinu á ókunnri strönd, þótt enn sé svo árla dags, að annalaus ferðalangur ætti að réttu lagi að sofa á sitt græna eyra. Undanfarnar vikur hef ég unnið að ritun og frágangi smá- sagnasafns og gengið snemma til starfs á morgnana, eins og vandi minn er, þegar ég hef slík verkefni á prjónunum. Ætlunin var að hvílast frá þessu viðfangsefni á ferðalaginu og safna kröftum í nýju umhverfi frá degi til dags. En vaninn er sterkur; enn vill hugurinn starfa. Þegar leið okkar lá norður hingað daginn áður, og við færðumst nær áfangastað með hverjum kílómetra, sem að baki lá, varð ég þess áskynja við athugun á landakortinu, að ég þekkti allvel þetta land, þótt ég hefði aldrei komið hér áður. Upp rifjuðust kynni frá æskudögum við tvo skáldsagnahöfunda úr þessum héruðum. Það

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.