Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Síða 49

Eimreiðin - 01.09.1968, Síða 49
MORGUNSTUND VIÐ KVEINSTAFAFLÓA 195 hans út árið, sem hann varð tvítugur. Þá hafði hann lokið verzl- unarnámi. Kelvin Lindemann er uppalinn í Kaupmannahöfn, og skáldsagan, sem hann skrifaði svo ungur, fjallar um æskufólk stór- borgarinnar á árunum kringum 1930. Nefnist hún Hatidfylli kornabarna. Þegar Lindemann var að vinna að þessari skáldsögu aðeins nítján ára gamall, fannst honum hann þurfa að hverfa burt frá sögusviðinu til að geta betur einbeitt sér að viðfangsefninu. Þá lagði hann leið sína allar götur norður hingað að Kveinstafa- flóa. Hann leigði sér lítið herbergi uppi á lofti í húsi fiskimanns hér á Tókaströnd. Hann dvaldist hér sumarlangt, gekk um ungan greniskóginn, stundaði sjó og sand, en vann þess á milli að skáld- sögu sinni. Hann varð vinur fiskimannanna og spjallaði löngum við þá um líf Jreirra og starf. Einn þeirra hét Jens Röge, lítið eitt eldri maður en Lindemann að vísu, en þeirn varð sérstaklega vel til vina. Þetta var sá Jens Röge, sem opnaði fyrir okkur Lyngbæ. Lfm haustið hélt Kelvin Lindemann aftur til Kaupmannahafnar, og síðan tók við athafnasamt líf næsta áratuginn. Hann skrifaði margar bækur, varð fréttaritari blaða úti í löndum og ferðaðist víða um heim. í byrjun stríðsins settist hann svo um kyrrt í Kaup- mannahöfn, kvæntist og tók að skrifa af nýjum þrótti. En í öllum þessum umsvifum hafði hann ekki gleymt sumrinu við Kveinstafaflóa. Æskuástir eru lífseigar, og draumur hans í meira en hálfan annan áratug var að eignast sumarhús á Tókaströnd. Sá draumur rættist upp úr stríðinu, þegar hann keypti Lyngbæ. Þá var hann orðinn frægur höfundur um öll Norðurlönd. Sú bók, sem mest stuðlaði að frægð Kelvins Lindemanns og skil- aði honum allmiklu fé í aðra hönd, var söguleg skáldsaga frá 18. öld, Huset med det grönne trœ. Kom hún út á íslenzku, í þýðingu Brynjólfs Sveinssonar menntaskólakennara, árið 1948 undir nafn- inu Grœna tréð. Útgefandi var Norðri. En Kelvin Lindemann átti fleiri drauma en að eignast sumarhús á vesturströnd Jótlands. Ein- mitt um þetta leyti, fyrir um það bil tveimur áratugum, stofnaði hann norrænan rithöfundasjóð vegna velgengni skáldsögu sinnar Grœna trésins. Sjálfur lagði hann nokkuð af höfundarlaunum sín- um í sjóðinn, en fékk auk þess útgefendur sína á Norðurlöndum utan Danmerkur til að leggja í hann ágóðahlut. Varð sjóðurinn strax allgildur, en markmið hans var að styrkja rithöfunda frá ís- landi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi til að dveljast um hríð í Dan-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.