Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Side 63

Eimreiðin - 01.09.1968, Side 63
(iRETTIR ÁSMUNDSSON 209 að þú kemur svo snemma heim frá hrossagæzlunni. Grettir: Eigi vildi Kengála lengur standa á beitinni, hljóp hún heim til lniss og hef eg nú byrgt það. Asmuiidur: Undarlegt er það, nú sýnist veður gott, en þó mun nú skannnt til hríðar. Grettir: Skýzt þeirn mörgum vís- dómurinn, sem betri von er að, og er illt að treysta hryssunni. Ásmundur: Ekki hefur mér brugð- izt veðurvitið Kengálu, en þó mun eg nú út ganga og hyggja að veðri og hverju gegnir um hætti hryssunnar. (Hann fer.) Ásdis: Betur skyldi nú reynast lnossageymsla þín, frændi, en hin fyrri störf. Grettir: Létt verk og löðurmann- legt var gæsavarzlan. Mundu ýmsir frænda vorra ekki liafa skap til að fást við bágræka kjúklinga. Asdís: Satt er, að sumum frænda vorra hefur miður látið búsann- ir en atfylgi við íþróttir og vopnaburð. En ekki var það að þeirra dæmi, að þú færðir knött- inn í höfuð Auðunni, er þið voruð að leik á Miðfjarðarvatni. — Varstu ekki fær að hafa þar til jafns við hann? Grettir: Þræll er sá, er þegar hefn- ir, en argur aldrei. Og betur mátti eg, er við Auðunn áttumst við á skála hans. Asdís: Eigi var fremd þín að rneiri, er Auðunn sletti um þig skyr- inu, og þótt þú mættir þá betur, hlauztu af því enga sæmd. Grettir: Þar kom til hlutsemi Víga- Barða, er að kom óvænt og skildi okkur. En ekki þurfti Skeggi húskarl um að binda, er eg færði öxina í höfuð honum. Ásdis: Vasklega var það við brugðið af þér svo ungum, ef nægilegt var tilefnið. Eða hversu bar til urn deilu ykkar? Grettir: Er eg reið til þings með Þórkatli bónda og áðum hjá Fljótstungu, tapaði eg mal mín- um, svo og Skeggi húskarl frá Asi. Fundum við annan og þótt- umst báðir eiga. Varð það að deilu og vildi Skeggi svívirða mig og okkur Miðfirðinga. Ásdis: Hvað fann Skeggi það til, er þér þótti svo mjög svívirða að og til vígs hans leiddi? Grettir: Hann taldi að eigi skyld- um við frændur ætla að menn jjyrðu ekki að halda sínu fyrir okkur. Og að of fjarri væri nú Auðunn að kvrkja mig sem við knattleikinn. Ásdis: Illa væri Jrér í ætt skotið, ef jrú þyldir fríuorð sem þessi, og víst var jretta Jress vert. að hann hlyti áverka nokkurn, en þó var hér of mikið að gert, en hér kemur nú aftur Ásmundur bóndi og sýnist mér allreiður. Ásmundur (kemur inn fasmikill): Helzt til lengi hefur þú, hús- freyja mælt Gretti bót og þagað yfir brekunt hans. Hefur hann nú veitt Kengálu jjann áverka, að eigi er henni lífvænt orðið. Er slíkt illt verk og ógæfusam- legt. Ásdis: Eigi veit eg, hvort mér er 14

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.