Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Side 64

Eimreiðin - 01.09.1968, Side 64
210 EIMREIÐIN meira móti skapi, að þú ætlar honum störí sem ættlausum hús- körlum eða hitt, að hann levsir öll verk einn veg af hendi. Ásmundur: Ekki létu honum bet- ur hin léttari verkin. Er skemmst að minnast, er hann vængbraut gæsir þínar, þá hann skyldi gæta. Grettir (glottandi): Ekki þótti þér eg undan draga, er eg strauk bak þitt við langeldinn, og þú sprattst upp og vildir ljósta mig með staf þínum. Ásmundur (reiður): Heyr fyrn mikil, að þú minnist slíks. Er þér allt illa farið, er þú mátt sjálfur ráða. Muntu verða mest- ur ógæfumaður í ætt vorri. Ásdis: Stillið skap ykkar, frændur. Mun Gretti annað betur lienta en húskarlastörf. Er hann í því líkur Jökli frænda sínum og fleirum Vatnsdælum. Ásmundur: Ekki mun eg segja hon- um verk héðan frá, en hafa skal hann og viðurgerning þeim mun verri. Grettir: Ekki er það höfðinglega við brugðizt, og mun mörgum þykja jafnt á komið með oss og teljum hvorugur á annan. Ásdis: Ekki sæmir, að þið frænd- ur deilið jafnan um verk og vist. Hæfir betur að Grettir leiti á fund frænda sinna og búi sig til utanferðar. Væntir mig, að þú, Asmundur, fáir honum farar- eyri nokkurn, og mun þá betur fara með ykkur. Ásmundur: Mæla mun eg með því við vin minn Hafliða stýri- ntann,að liann taki Gretti á skip sitt, en ekki mun eg fá honum fararefni utan hafnest og lítið eitt af vaðmálum. Hefur hann enga verðleika fyrir tillátssemi við mig. Grettir: Fá muntu ntér vopn nokk- ur. Ekki sæmir, að eg fari héð- an sem barinn hundur og kunni mér enga vörn að veita. Ásmundur: Ekki veit eg, til hversu mikilla heilla vopn þér verða, mun eg þau og engin við þig af hendi láta. Grettir: Þá er ekki það að launa, sem ekki er gert. En ekki munu aðrir til verða að hefna þín, ef eg geng frá. (Ásmundur fer.) Ásdis: Ekki rnunuð þið frændur bera gæfu til góðra samvista. Ræð eg þér, Grettir, að fara nú þegar á fund Jökuls Bárðarson- ar frænda þíns og dvelja með honum um hríð. Grettir: Þess er eg allfús að fara á fund Jökuls, þó er eg til þess lítt búinn að vopnum og klæð- um. Ásdis (tekur fram skikkju og fær Gretti); Hér er skikkja allgóð, er eg vil gefa þér, og ertu þó ekki svo úr garði ger, frændi, sem eg vildi. Það þykir mér þó mest á skorta, að þú hafir ekki það vopn, sem neitt sé, en þess muntu mjög við þurfa. (Tekur fram sverð fornt og fær Gretti.) Sverð þetta átti Jökull t'orfaðir þinn og hinir fyrri Vatnsdælir, og var það sigursælt. Vil eg nú gefa þér sverðið og njóttu vel. Grettir: Þetta þykir mér miklu

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.