Eimreiðin - 01.09.1968, Qupperneq 65
grettir ásmundsson
211
betra en nokkrir aðrir gripir eða
fémunir, og sannast hér sent
löngum áður, að þú hefur verið
mér meiri styrktarmaður en
nokkur annar.
Ásdis: Þó fer þú, sonur, úr föður-
garði vanbúnari en eg vildi.
Ekki er þó meira fyrir hendi
annað en heilræði nokkur, er
vel munu nýtast, ef lram er
fylgt.
Grettir: Hlýða má eg á fræði þín,
móðir, en ósýnt er þó, liversu til
tekst um afnotin, því jafnan
verður hægra að kenna heilræð-
in en halda.
Ásdís: Vopnum sínum skal maður
velli á feti ganga frantar, því
óvíst er að vita nær verður á
vegum úti geirs og þörf guma.
Grettir: Ekki ætla eg svo brátt að
skilja við mig vopn það, er þú
nú hefur gefið mér, að þeir
finni mig vopnlausan, er á mig
kunna að leita.
Asdis: Ósnjallur maður hvggst
muni lifa, ef hann við víg var-
ast, en elli gefur honum ekki
grið, þótt honum geirar gefi.
Grettir: Ekki er mér sá liugur á
ellidauða, að eg muni hlífast við
að bera hönd fyrir höfuð mér,
ef tilefni gefst til.
Ásdis: Gangandi skal ei gestur
vera of rnjög á einum stað, ljúf-
ur verður leiður, ef lengi situr
annars fletum á.
Grettir: Ekki lofar þetta miklu um
reisn og höfðingsskap, en mun
þó satt vera, því æ lítur gjöf til
gjalda.
Ásdis: Þagalt og hugalt skyldi þjóð-
arbarn og vígdjarft vera. Glaður
og reifur skyldi gumi hver, unz
sinn bíður bana.
Grettir: Ekki hefur mér hér til
verið lagið að halda uppi gam-
anmálum við menn, og mun svo
enn verða, hafa og fæst orð
minnsta ábyrgð.
Ásdis: Hrörnar þöll sú, er stendur
þorpi á, hlýr að henni börkur
né barr, svo er og maður sá, er
mangi ann. Hvað skal hann
lengi lifa?
Grettir: Ekki verður við öllu séð,
og verður svo jafnan að vera,
sem til er stoínað, þó mun það
satt, að rnaður er manns gaman.
Ásdís: Hugur einn það veit, er býr
hjarta nær, einn er hann sér of
sefa. Öng er sótt verri hverjum
snotrum manni en sér engu að
una.
Grettir: Það ætla eg, að þótt margt
gangi verr en varir, að þá veit
þjóð, ef þrír vita, og er sjálfs
höndin hollust.
Ásdis: Ósnotur maður hyggur sér
alla vera viðhlæjendur vini, en
þá það finnur, er á þing kemur,
að hann á formælendur fáa.
Grettir: Ekki hef ég hér til verið
svo auðtrúa né skapdeilinn við
aðra rnenn, að eg þurfi þar af að
verða ginnungarfifl þeirra. Er og
sjálfur leið þú sjálfan þig fornt
heilræði.
Ásdis: Vini sínum skal maður vin-
ur vera. Þeim og þess vin, en
óvinar síns skal engi maður vin-
ar vinur vera.
Grettir: Eigi mun eg svo brátt vin-
margur, að ekki verði yfir séð,