Eimreiðin - 01.09.1968, Qupperneq 67
grettir Asmundsson
213
Þórhallur: Á aðfangadag jóla var
hann þó miklu verstur um allt
það, er til þessa heyrir. Heimti
hann með þjósti mat þann, er
sízr skyldi, og varð þó svo að
vera, sem hann vildi.
Jökull: Það kalla eg ódæmi, að
húskarl beiti slíkum dólgshætti,
og hefur Skafti fengið þér upp-
vöðslumann mikinn.
Grettir: Mýktist ekki nokkuð skaji
Gláms, þá er hann var mettur
orðinn eða hversu fór að skiln-
aði með ykkur?
Þórhallur: Næsta fátt varð urn
kveðjur. Var Glámur gustilfur
mjög, er hann snaraðist út. Var
þá dimmt orðið, gnýr í lofti og
fjúk nokkurt, og versnaði þó
enn, er á kvöldið leið.
Grettir: Það hefði mátt ætla, að
Glárnur hefði ekki uppnæmur
orðið, þótt þústaði að um veður
eða hvað er næst frá tíðindum
að segja?
Þórhallur: Ekki kom Glámur heim
síðan. Þó heyrðist til hans önd-
verðan dag, er hann hóaði sam-
an fénu. Var hann og svo hljóð-
mikill og dimmraddaður, að af
bar. En er lengra leið fram,
heyrðist miður til hans eða alls
ekki.
Jökull: Hvort var þá eigi, er fram
leið á kvöldið, það ráð ujdjs tek-
ið að kanna, hvað dveldi fyrir
heimkomu sauðamanns?
Þórhallur: Þegar leið að dagsetri
og myrkt var orðið, var hríð
mikil og þótti því ekki fært að
hefja leitina.
Jökuíl: Allilla var það, að eiga
bæði fé og sauðamann úti um
jólanótt í slíku veðri og líklegt
til stórra tíðinda.
Þórhallur: Er birti á jóladag hófu
menn leitina, fundu þeir féð
víða í fönn eða lamið af ofviðr-
inu, en sumt hrakið á lieiðar
ujrjj. Þeir komu og á traðk nokk-
urn, sem glímt hefði verið held-
ur sterklega. Var grjót víða upp
fært og svo jörðin. Lá Glámur
þar dauður. Var hann þá blár
sem hel og digur sem naut. Bauð
af honum óþekkt mikla og hraus
mönnum hugur við.
Grettir: Ekki verður það talið
karlmannlegt, að vera svo lík-
lnæddur, sem hér er lýst. En
hversu hyggja menn, að þessir
atburðir hafi til borið?
Þórhallur: Þeir kváðust rakið hafa
sjror svo stór sem keraldsbotn-
um hefði verið niður skellt, það-
an frá, er traðkurinn var, ujrp
undir björg þau, er efst eru í
dalnum, og ætla því að mein-
vættur nokkur hafi unnið á
Glámi.
Jökull: Það ætla eg trúlegra, að
hér hafi hvítabjörn nokkur átt
hlut að. Eru ísar miklir fyrir
landi og dýr víða upphlaupin.
Miklast hræddum mönnum
margt í augum.
Grettir: Hvort er það rétt, að hús-
karla þína brysti dug til að færa
Glám til kirkju, svo sem nú tíðk-
ast um aðra menn?
Þórhallur: Allmjög var til þess
reynt og eykjum fyrir beitt og
gátu þeir þó ekki fært hann, er
eigi var forbrekkis. Varð þeim