Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Page 72

Eimreiðin - 01.09.1968, Page 72
218 EIMREIÐIN húsið að ráða rithöfund til starfa um eins árs skeið í senn til rit- unar leikhúsverka. Bæði eru þessi frumvörp nú til athugunar hjá menntamálanefnd efri deildar, og er ekki vitað á þessu stigi, hver örlög þeirra kunna að verða. En þar sem hér er hreyft athyglis- verðum nýmælum, þykir Eimreiðinni ástæða til þess að vekja at- hygli á þeim og kynna lesendum sínum efni frumvarpanna og rök flutningsmanns fyrir þeim. Frumvarpið um þýðingarsjóðinn gerir ráð fyrir því, að sjóðurinn verði í vörzlu og undir stjórn menntamálaráðs og að það úthluti styrkjum úr honum, enda miði úthlutunin að því að koma íslenzk- um athyglisverðum samtímabókmenntum á framfæri erlendis. Gert er ráð fyrir að höfundarnir hafi sjálfir frumkvæði að því að koma verkum sínum á framfæri, en sæki síðan um styrk úr sjóðnum til þess að kosta þýðingarnar. Þó er til þess ætlazt að höfundar geti leitað til menntamálaráðs og notið aðstoðar þess við útvegun hæfra þýðenda. Auk hinna beinu þýðingarstyrkja er svo gert ráð fyrir heimild til menntamálaráðs að nota hluta af starfsfé sjóðsins til að kynna íslenzk samtíma skáldverk erlendis, með líkum hætti og tíðk- ast meðal ýmissa menningaríkja, sem vinna skipulega að því að kynna verk samtímahöfunda sinna meðal annarra þjóða með útgáfu og dreifingu bóka og bæklinga. I framsögu fyrir frumvarpinu um þýðingarsjóðinn sagði flutnings- maður meðal annars: „Við Íslendingar teljum okkur bókmennta- og bókaþjóð, og því hefur verið haldið fram með réttu, að hinar fornu bókmenntir okkar hafi átt meiri þátt í því en nokkuð annað, að við héldum við ríkri þjóðerniskennd um dimmar aldir og hófumst til sjálfstæðis undan erlendu oki. Og enginn vafi er á því, að þessar bókmenntir hafa aukið hróður okkar og skapað virðingu fyrir íslenzkri menn- ingu. En það er nú svo, að lítil þjóð getur ekki lifað eingöngu á fornri frægð, ef hún ætlar að viðhalda sérstæðri þjóðminningu sinni. Við mjög erfiðar aðstæður eru skapaðar hér allgóðar samtíma- bókmenntir. Við höfum mörgum ágætum rithöfundum á að skipa. En við verðum að kynna þessar bókmenntir rneðal annarra þjóða, ef við ætlum að halda reisn okkar í þjóðafjölskyldunni. Það er sagt svo, að ísland liggi um þjóðbraut þvera nú orðið, og við megum búa okkur undir sífellt nánari samskipti við aðrar þjóðir heimsins. En hvað snertir bókmenntir okkar og kynningu þeirra

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.