Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Qupperneq 72

Eimreiðin - 01.09.1968, Qupperneq 72
218 EIMREIÐIN húsið að ráða rithöfund til starfa um eins árs skeið í senn til rit- unar leikhúsverka. Bæði eru þessi frumvörp nú til athugunar hjá menntamálanefnd efri deildar, og er ekki vitað á þessu stigi, hver örlög þeirra kunna að verða. En þar sem hér er hreyft athyglis- verðum nýmælum, þykir Eimreiðinni ástæða til þess að vekja at- hygli á þeim og kynna lesendum sínum efni frumvarpanna og rök flutningsmanns fyrir þeim. Frumvarpið um þýðingarsjóðinn gerir ráð fyrir því, að sjóðurinn verði í vörzlu og undir stjórn menntamálaráðs og að það úthluti styrkjum úr honum, enda miði úthlutunin að því að koma íslenzk- um athyglisverðum samtímabókmenntum á framfæri erlendis. Gert er ráð fyrir að höfundarnir hafi sjálfir frumkvæði að því að koma verkum sínum á framfæri, en sæki síðan um styrk úr sjóðnum til þess að kosta þýðingarnar. Þó er til þess ætlazt að höfundar geti leitað til menntamálaráðs og notið aðstoðar þess við útvegun hæfra þýðenda. Auk hinna beinu þýðingarstyrkja er svo gert ráð fyrir heimild til menntamálaráðs að nota hluta af starfsfé sjóðsins til að kynna íslenzk samtíma skáldverk erlendis, með líkum hætti og tíðk- ast meðal ýmissa menningaríkja, sem vinna skipulega að því að kynna verk samtímahöfunda sinna meðal annarra þjóða með útgáfu og dreifingu bóka og bæklinga. I framsögu fyrir frumvarpinu um þýðingarsjóðinn sagði flutnings- maður meðal annars: „Við Íslendingar teljum okkur bókmennta- og bókaþjóð, og því hefur verið haldið fram með réttu, að hinar fornu bókmenntir okkar hafi átt meiri þátt í því en nokkuð annað, að við héldum við ríkri þjóðerniskennd um dimmar aldir og hófumst til sjálfstæðis undan erlendu oki. Og enginn vafi er á því, að þessar bókmenntir hafa aukið hróður okkar og skapað virðingu fyrir íslenzkri menn- ingu. En það er nú svo, að lítil þjóð getur ekki lifað eingöngu á fornri frægð, ef hún ætlar að viðhalda sérstæðri þjóðminningu sinni. Við mjög erfiðar aðstæður eru skapaðar hér allgóðar samtíma- bókmenntir. Við höfum mörgum ágætum rithöfundum á að skipa. En við verðum að kynna þessar bókmenntir rneðal annarra þjóða, ef við ætlum að halda reisn okkar í þjóðafjölskyldunni. Það er sagt svo, að ísland liggi um þjóðbraut þvera nú orðið, og við megum búa okkur undir sífellt nánari samskipti við aðrar þjóðir heimsins. En hvað snertir bókmenntir okkar og kynningu þeirra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.