Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Side 78

Eimreiðin - 01.09.1968, Side 78
Ungur prestur finnur Guð sinn í dreifbýlinu Saga eftir Helga Valtýsson Loksins rann upp hinn al- menni bænadagur Þjóðkirkj- unnar. Æðstuprestar þjóðarinnar klæddust sínum fegursta skrúða og létu rödd sína hljóma gegn- um gjallarhorn Ríkisútvarpsins út um gervalla byggð landsins. Hreimfagur sálmasöngur kirkju- kóranna ásamt listrænum organ- leik fyllti geimana og hreif hjört- un. Að vísu hafði verið boðað, að guðsþjónusta skyldi lialdin í hverri kirkju landsins þennan dag, og skorað á söfnuði dreif- býlisins að sækja þær vel. — En samt var talið vissara að gera þjóðinni ljóst, að æðstuprestar hennar væru velvakandi. ★ Langt uppí afskekktri dala- sveit og fámennri sat ungur prestur við skrifborð sitt í lítilli skrifstofu sinni, fremur fátæk- legri og fáskrúðugri, og beið þess, að söfnuð dreifbýlisins bæri að garði uppúr bádeginu, — ef menn hefðu þá ekki látið sér nægja útvarpsmessurnar — einn- ig að þessu sinni — eins og svo oft áður. Hann hafði beðið með- hjálparann að hringja, þegar sæ- ist til fólksins af innstu bæjun- um. Ungi presturinn sat með hneigt höfuð í djúpum hugsun- um og erfiðum. Hann liafði hlustað á ræður æðstuprestanna í nmsteri menningarinnar — að vanda. Og honum var þungt fyr- ir brjósti. Sál hans var gagntekin einkennilegu hungri og þorsta, sem olli honum sársauka í innstu hjartarótum. — Hvað var hér annars að gerast, — í þjóð- lífi voru, yfirleitt? Var nú orðin sú fjarlæg milli himins og jarðar, að eigi næði lengur saman? Var Guð hér ekki raunverulega á ferð framar með blessun sína og boðskap til fátækrar, en þakk- látrar þjóðar? — Var brúin rof- in milli heimanna tveggja, — eða úr sér gengin? — Eða hafði þjóð-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.