Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Blaðsíða 80

Eimreiðin - 01.09.1968, Blaðsíða 80
226 EIMREIÐIN Þurfti ekki að flytja guðsorð neitt öðruvísi en hverja aðra út- varpsþulu! Atti þá ekki manns- hjartað sína eigin sérstæðu rödd, sem spratt upp á stórum stund- um, eðlishrein og innileg, eins og raddir náttúrunnar sjálfrar, þar sem Guð talaði daglega til vor mannanna, ef vér aðeins opnuðum eyru vor í lotningar- fullri guðúð og barnlegu trúnað- artrausti kærleiksþyrsts og auð- mjúks hjarta? Ungi presturinn minnist nú með sárum söknuði smalaára sinna í bernsku og æsku. — Hann endurlifir þessi erfiðu og unaðsríku ár: Guð er alstaðar nálægur — og allt í öllu. I hvísl- andi sólblænum í víði og birki- kjarri, og í hjalandi nið öræfa- lindarinnar. í eilífðarrómum þagnarinnar miklu, sem fylla há- fjallageiminn reginþrungnu, hljómmögnuðu tónaveldi, en þó svo kliðþýðu sem ástarljóð móð- ur við vöggu. Þetta gagntekur alla vitund drengsins unga og fyllir hjarta hans heilögum friði og ólýsanlegri fagnaðarþrung- inni gleði í barnslegu trúnaðar- trausti og hiklausri vissu um nærveru Guðs almáttugs og kær- leiksríks. — Hann leggur eyrað niður að sólvermdu brjósti jarð- ar og hlustar, hlustar sæll og hugfanginn. Og stundum hvíslar heiðarlindin hann inn í sælan svefn með dýrðlega, yfirskilvit- Helgi Valtýsson. lega drauma, sem hann á engin orð yfir. — Og hann vaknar ekki, fyrir enn smalatíkin lians sting- ur köldu trýninu inn undir vanga hans og gerir honum að- vart, að nú þurfi að gá að ánum! Hann minnist einnig þess, er hann einmana smápeyi situr yf- ir ánum í sótsvartri Austfjarða- þoku og er dauðskelkaður, bæði við þokuna og einveruna langt upp til fjalla. Þá krýpur hann á kné á mosaþúfu og biður Guð af einlægu barnshjarta og trún- aðartrausti að vera hjá sér í þok- unni og hjálpa sér. — Og þá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.