Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Page 80

Eimreiðin - 01.09.1968, Page 80
226 EIMREIÐIN Þurfti ekki að flytja guðsorð neitt öðruvísi en hverja aðra út- varpsþulu! Atti þá ekki manns- hjartað sína eigin sérstæðu rödd, sem spratt upp á stórum stund- um, eðlishrein og innileg, eins og raddir náttúrunnar sjálfrar, þar sem Guð talaði daglega til vor mannanna, ef vér aðeins opnuðum eyru vor í lotningar- fullri guðúð og barnlegu trúnað- artrausti kærleiksþyrsts og auð- mjúks hjarta? Ungi presturinn minnist nú með sárum söknuði smalaára sinna í bernsku og æsku. — Hann endurlifir þessi erfiðu og unaðsríku ár: Guð er alstaðar nálægur — og allt í öllu. I hvísl- andi sólblænum í víði og birki- kjarri, og í hjalandi nið öræfa- lindarinnar. í eilífðarrómum þagnarinnar miklu, sem fylla há- fjallageiminn reginþrungnu, hljómmögnuðu tónaveldi, en þó svo kliðþýðu sem ástarljóð móð- ur við vöggu. Þetta gagntekur alla vitund drengsins unga og fyllir hjarta hans heilögum friði og ólýsanlegri fagnaðarþrung- inni gleði í barnslegu trúnaðar- trausti og hiklausri vissu um nærveru Guðs almáttugs og kær- leiksríks. — Hann leggur eyrað niður að sólvermdu brjósti jarð- ar og hlustar, hlustar sæll og hugfanginn. Og stundum hvíslar heiðarlindin hann inn í sælan svefn með dýrðlega, yfirskilvit- Helgi Valtýsson. lega drauma, sem hann á engin orð yfir. — Og hann vaknar ekki, fyrir enn smalatíkin lians sting- ur köldu trýninu inn undir vanga hans og gerir honum að- vart, að nú þurfi að gá að ánum! Hann minnist einnig þess, er hann einmana smápeyi situr yf- ir ánum í sótsvartri Austfjarða- þoku og er dauðskelkaður, bæði við þokuna og einveruna langt upp til fjalla. Þá krýpur hann á kné á mosaþúfu og biður Guð af einlægu barnshjarta og trún- aðartrausti að vera hjá sér í þok- unni og hjálpa sér. — Og þá

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.