Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Side 83

Eimreiðin - 01.09.1968, Side 83
VNGUR PRESTUR FINNUR GUÐ SINN í DREIFBÝLINU 229 flæddi um allar æðar hans. Ó- sjálfrátt breiddi hann út faðm- inn mót almætti Guðs og kær- leika á himni og jörð í dýrstu dásemd mannlegs lífs. Hækk- andi vorsólin varpaði hlýjum geislum á andlit hans inn um suðurglugga stofunnar, svo að það varð bjart og ljómaði. Hug- ur hans stóð kyrr og hljóður í fallþunga Guðs friðar, sem fyllti alla vitund hans og sameinaðist sálu hans eins og frjódöggin ung- um gróðri. — Nú fyrst skildist honum til fullnustu Guðs orð um „friðinn öllum skilningi æðri.“ Þann frið vildi hann nú færa söfnuði sínum í sumargjöf! — Einmitt í dag! Opna sálaraugu þeirra og eyru fyrir kærleika Guðs, dýrð hans og dásemd í ríki náttúrunnar og hjötrum vor- um. Og í almætti hans á himni og jörð! Þá nryndi himininn hlýna og blána, grös spretta á túnum og engjum, dagur og nótt fallast í faðma í fagurri sveit og friðsælli, og blessun Guð og friður frjóvga allt líf. — Þá yrði mannlífið hljómkviða himins og jarðar! — Og starfs- gleðin — þessi dýrmæta gjöf Guðs — yrði Ijóðlínan, sem rynni fram björt og fögur með undir- leik hljómsveitar liimins og jarð- ar! — þá sameinuðust báðir heim- ar vorir, himinn og jörð, þegar í þessu lífi á yfirskilvitlegan hátt, svo að vér í daglegu starfi voru og lífi mættum verða virkir að- ilar að því marki að skapa guðs- ríki innra með oss og á jörð, eins og Kristur sagði. ★ Ungi presturinn stóð enn með dýrðarljóma vorsólar á andliti, °g' geislamagn Guðs dýrðar í svip sínum. í sönm svifum kom konan hans unga inn um dyrnar. Hún nam staðar og horfði undrandi á hann um hríð. En skyndilega opnuðust augu hennar. Hún brosti. Og augu hennar blikuðu og urðu björt af ást. Hún fleygði sér í opinn faðm lians og vafði örmum um háls honum. Hann þrýsti henni að brjósti sér og hallaði vanga sínum niður á bjart höfuð hennar . . . Þá kvað við fyrstu hljómar kirkjuklukknanna.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.