Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Page 85

Eimreiðin - 01.09.1968, Page 85
NOliRÆNA BÓKASÝNINGIN 2.31 sögðu skortir þó nokkuð á, að allt sem út hefur verið gefið á þessu ári sé á sýningunni, enda hefði sjálfsagt verið örðugt að koma því við, og jafnvel ekki æskilegt að allt hefði verið tínt til. En flest helztu útgáfufyrirtæki Norðurlandanna eru þátttakendur í sýning- unni, og Iiátt á annað þúsund bókatitlar eru þar saman komnir, þar á rneðal færeyskar bækur. Verður því að ætla, að sýningin gefi glögga mynd af því, sem gert hefur verið á sviði bókritunar og bókaútgáfu á Norðurlöndunum öllum árið 1968. Þarna kennir líka margra grasa, og gefur að líta bækur og rit í flestum greinum bók- mennta. Um fjölbreytni sýningarinnar ber sýningin sjálf gleggst vitni og einnig sýningarskráin, en þar eru tilgreindar allar bækur, sem eru á sýningunni, og þar eru bækurnar flokkaðar undir eftir- talda efnisflokka: Ljóðabækur. Leikrit. Önnur skáldrit. Blandað efni. Heimspeki, sálfræði, trúarbrögð. Félagsfræði. Uppeldis- og kennslumál. Þjóð- hættir, þjóðsögur. Málfræði. Náttúrufræði. Hagnýt fræði. Listir. íþróttir, leikir, veiðar. Bókmenntasaga. Fornrit. Landafræði. Sagn- fræði. Ævisögur. Barna- og unglingabækur. Önnur rit. Af hálfu íslands hafa stærstu bókaforlögin og nokkur hinna smærri sent bækur á sýninguna, og eru alls rúmlega 130 íslenzkar bækur þar skráðar. Nokkrar eru þó þýddar á íslenzku úr Norður- landamálum. Þessi yfirgripsmikla og fróðlega bókasýning hefur raunar tvær hliðar. Annars vegar gefst kostur á því að kynnast því bókavali, sem Norðurlöndin framleiða á útgáfuárinu 1968, og hins vegar bóka- gerðinni sjálfri í hinum einstöku löndum, hinni faglegu vinnu og handbragði bókagerðarmanna. Þessi tilgangur sýningarinnar er ein- mitt undirstrikaður með því, að sýningargestum er gefinn kostur á að velja eða dæma 10 fallegustu bækur á sýningunni í hinum al- mennu flokkum og þrjár í flokki barnabóka. Er þá alls ekki ætlunin að dæmt sé út frá efni bókanna eða gildi þess, heldur búnaði þeirra og frágangi. Það er líka sannast mála, að margar bækur á sýningunni eru stórfallegar og mjög vandað til útgáfu þeirra, en aftur aðrar í miðlungsflokki hvað þetta snertir. Á þetta einnig við um íslenzku bækurnar, þótt ekki verði þeirra sérstaklega getið hér. En á hitt má benda í sambandi við hlutdeild íslenzkra bóka- útgefenda, að sýningin afhjúpar það á áberandi hátt, hve íslenzk bókaútgáfa er einhæf og hve marga þætti vantar í hana, borið sam- an við útgáfustarfsemi hinna Norðurlandanna, svo að bókaútgáfan

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.