Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Blaðsíða 85

Eimreiðin - 01.09.1968, Blaðsíða 85
NOliRÆNA BÓKASÝNINGIN 2.31 sögðu skortir þó nokkuð á, að allt sem út hefur verið gefið á þessu ári sé á sýningunni, enda hefði sjálfsagt verið örðugt að koma því við, og jafnvel ekki æskilegt að allt hefði verið tínt til. En flest helztu útgáfufyrirtæki Norðurlandanna eru þátttakendur í sýning- unni, og Iiátt á annað þúsund bókatitlar eru þar saman komnir, þar á rneðal færeyskar bækur. Verður því að ætla, að sýningin gefi glögga mynd af því, sem gert hefur verið á sviði bókritunar og bókaútgáfu á Norðurlöndunum öllum árið 1968. Þarna kennir líka margra grasa, og gefur að líta bækur og rit í flestum greinum bók- mennta. Um fjölbreytni sýningarinnar ber sýningin sjálf gleggst vitni og einnig sýningarskráin, en þar eru tilgreindar allar bækur, sem eru á sýningunni, og þar eru bækurnar flokkaðar undir eftir- talda efnisflokka: Ljóðabækur. Leikrit. Önnur skáldrit. Blandað efni. Heimspeki, sálfræði, trúarbrögð. Félagsfræði. Uppeldis- og kennslumál. Þjóð- hættir, þjóðsögur. Málfræði. Náttúrufræði. Hagnýt fræði. Listir. íþróttir, leikir, veiðar. Bókmenntasaga. Fornrit. Landafræði. Sagn- fræði. Ævisögur. Barna- og unglingabækur. Önnur rit. Af hálfu íslands hafa stærstu bókaforlögin og nokkur hinna smærri sent bækur á sýninguna, og eru alls rúmlega 130 íslenzkar bækur þar skráðar. Nokkrar eru þó þýddar á íslenzku úr Norður- landamálum. Þessi yfirgripsmikla og fróðlega bókasýning hefur raunar tvær hliðar. Annars vegar gefst kostur á því að kynnast því bókavali, sem Norðurlöndin framleiða á útgáfuárinu 1968, og hins vegar bóka- gerðinni sjálfri í hinum einstöku löndum, hinni faglegu vinnu og handbragði bókagerðarmanna. Þessi tilgangur sýningarinnar er ein- mitt undirstrikaður með því, að sýningargestum er gefinn kostur á að velja eða dæma 10 fallegustu bækur á sýningunni í hinum al- mennu flokkum og þrjár í flokki barnabóka. Er þá alls ekki ætlunin að dæmt sé út frá efni bókanna eða gildi þess, heldur búnaði þeirra og frágangi. Það er líka sannast mála, að margar bækur á sýningunni eru stórfallegar og mjög vandað til útgáfu þeirra, en aftur aðrar í miðlungsflokki hvað þetta snertir. Á þetta einnig við um íslenzku bækurnar, þótt ekki verði þeirra sérstaklega getið hér. En á hitt má benda í sambandi við hlutdeild íslenzkra bóka- útgefenda, að sýningin afhjúpar það á áberandi hátt, hve íslenzk bókaútgáfa er einhæf og hve marga þætti vantar í hana, borið sam- an við útgáfustarfsemi hinna Norðurlandanna, svo að bókaútgáfan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.