Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 260
STUÐLAR EINKAREKSTUR ALMENNINGSSKÓLA AÐ BETRA SKÓLASTARFI?
Markmið verkefnisins er að reyna nýtt fyrirkomulag við rekstur grunn-
skóla á íslandi, með því að gefa einkaaðilum kost á að taka að sér
kennslu og rekstur með einkaframkvæmd. Rík áhersla er lögð á árang-
ur verkefnisins, bæði hvað varðar árangur í kennslu, uppeldi hafn-
firskrar æsku og fjárhagslegan árangur. Þannig skal sameina í einu
markmiði mikinn faglegan metnað til að reka góðan grunnskóla með
þeim skyldum og þeirri þjónustu, sem þar ber að veita og ítrustu fjár-
hagslegrar hagkvæmni við rekstur þannig skóla.
Tilurð samnings um Áslandsskóla í Hafnarfirði er óvenjuleg þar sem bæjaryfirvöld
eiga upptökin að stofnun skólans og stofna til hans með útboði. í Bandaríkjunum eru
það ýmiss konar áhugahópar um skólastarf sem eru helstu hvatamenn að stofnun
samningsskóla. Þess ber þó að geta að þar í landi hefur lögum og reglum víða verið
breytt til að liðka fyrir stofnun þeirra. Samkvæmt fyrirliggjandi heimildum virðast
útboð á skólastarfi ekki tíðkuð eins og gert var í Hafnarfirði. Svo virðist jafnframt sem
samningsskólar þurfi jafnan að fjárfesta eða skuldbinda sig vegna bygginga og rekst-
urs húsnæðis. Samkvæmt samningnum um Áslandsskóla sjá bæjaryfirvöld í Hafnar-
firði um uppbyggingu og rekstur þess. Þess ber þó að geta að lög og reglur um samn-
ingsskóla í Bandaríkjunum eru ekki samræmd og því mismunandi hvernig samning-
ar eru útfærðir og hvernig fjárhagslegur stuðningur er veittur vegna húsnæðis (sjá
Gill og félaga 2001:43).
Það vekur athygli að í samningnum um Áslandsskóla er sagt að rík áhersla sé lögð
á fjárhagslegan árangur verkefnisins. Ef hér er átt við að þetta fyrirkomulag leiði til
ódýrara skólastarfs fyrir bæjarfélagið þá er það ekki í samræmi við helstu hugmynd-
ir með samningsskólum í Bandaríkjunum. Þar á greiðsla með nemanda að vera sú
sama í samningsskólum og hefðbundnum skólum. Ef verið er að vísa til hagkvæmni
hjá verktaka er aftur á móti um sambærilegar áherslur að ræða. Með öðrum orðum
sjálfstæði og sjálfræði skólanna á að stuðla að því að fjármunum sé vel varið og ef
hægt er að spara á einu sviði þá nýtist það fjármagn á einhverju öðru sviði.
Eins og að framan segir er meginmarkmið með samningnum um Áslandsskóla að
„reyna nýtt fyrirkomulag við rekstur grunnskóla á íslandi, með því að gefa einkaað-
ilum kost á að taka að sér kennslu og rekstur með einkaframkvæmd". Líkt og í
Bandaríkjunum má ekki leggja á skólagjöld enda um einkarekstur á opinberum skól-
um að ræða. Niðurstöður rannsókna Gills og félaga (2001) á ágæti samningsskóla í
Bandaríkjunum gefa eins og fram hefur komið vísbendingar um að rekstrarfyrir-
komulagið breyti ekki miklu um námsárangur nemenda. Hvernig tekst til við að
„móta uppeldi hafnfirskrar æsku" verður að koma í ljós en verktakinn, íslensku
menntasamtökin, leggja mikið upp úr mannrækt og félagsmótun með siðferðilegum
gildum. Líta má á árangur á því sviði sem afar mikilvægan sem ætti að vera höfuð-
viðfangsefni allra almenningsskóla. Markviss athugun á hvernig til tekst er því afar
þýðingarmikill liður í að meta afraksturinn af tilrauninni með rekstur Áslandsskóla.
Eins og áður segir gengur verktakinn, íslensku menntasamtökin, út frá því að
hefðbundnir skólar hér á landi séu ósveigjanlegir og þá skorti metnaðarfulla sýn á
skólastarfið. Virðist sem allir skólar séu settir undir sama hatt og ekki gert ráð fyrir
innbyrðis mun milli skóla. í þessu sambandi má benda á að árangur skóla hér á landi
258