Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Side 21

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Side 21
grunnsins síðustu 10 árin, sem hér hefur verið lýst, sé ný og mjög mikilvæg röksemd í sókn okkar Islendinga til yfirráða yfir landgrunnsmiðuniun. Vil ég að lokum vikja örfáum orðum að þvi á hvern hátt sé skynsamlegast fyrir okkur Islendinga að vinna að þessum málum og koma fram marg yfirlýstum vilja Al- þingis um, að réttur okkar til fiskimiða landgrunnsins verði viðurkenndur af öðrum þjóðum. Á grundvelli rikj- andi réttar verðum við að haga frekari aðgerðum okkar, því allra sízt sæmir það smáríkjum að fara með ólögum í samfélagi þjóðanna. Spyrja má þá næst hverra ráða er hér helzt að leita. Efnislega er það komið undir pólitískri ákvörðun stjórnvalda. Hér skal því aðeins bent á nokkrar hugsanlegar leiðir í því efni. Stefna næstu ára. Þann 5. maí 1959 samþykkti Alþingi þingsályktunartil- lögu, þar sem orðrétt segir, að afla beri viðurkenningar á rétti íslands til landgrunnsins alls. Og i niðurlagi sam- komulagsins um lausn fiskveiðideilunnar við Breta, 11. marz 1961, er þess getið, að ríkisstjórn Islands muni halda áfram að vinna að framkvæmd fyrrgreindrar þingsálykt- unar varðandi útfærslu fiskveiðilögsögunnar við Island. Afla má viðurkenningar annarra þjóða á rétti okkar til landgrunnsfiskimiðanna, samkvæmt ályktun Alþingis 1959, á a. m. k. tvennan hátt. 1 fyrsta lagi með því að fá viðurkenndan rétt okkar til þess að færa fiskveiðilögsög- una út á mörk landgrunnsins. 1 öðru lagi með því að afla viðurkenningar á lögsögu, sem mun skemmra gengur, þ. e. heimildar til þess að gera einhliða þær ráðstafanir til verndar fiskistofnunum, sem við teljum nauðsynlegar og jafnframt verði íslenzkum skipum veitt þar forréttindi umfram útlendinga. Að því er fyrri leiðina varðar, útfærslu sjálfrar fisk- veiðilögsögunnar út fyrir 12 mílur, sýnist mér erfitt að komast hjá þeirri ályktun, að slíkar aðgjörðir séu ekki Tímarit lögfræðinga 19

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.