Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Page 22

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Page 22
raunhæfar nú, eins og fyrr segir. 1 samkomulaginu við Breta frá 1961 er gert ráð fyrir, að við skulum tilkynna ríkisstjórn Bretlands frekari útfærslu fiskveiðilögsögu okkar með sex mánaða fyrirvara. Bísi ágreiningur um slíka útfærslu skuli honum, ef annar hvor aðili óskar, skotið til Alþjóðadómstólsins. Er hætt við, að dómur þar i málinu myndi ekki ganga okkur i vil, eins og sakir standa. 1 rauninni breytir þetta samkomulag við Breta hér engu um, því út frá almennum réttarefnisatriðum er stærri fiskveiðilögsaga en 12 mílur véfengd í dag. Úti- lokar það þó auðvitað ekki, að síðar meir verði þróunin slík, að víðari fiskveiðilögsaga en 12 milurnar verði talin góð lög, og að slikri þróun ber íslenzkum stjórnvöldum vitanlega að vinna. En hvernig horfa þá sakir um takmarkaða verndar og fiskveiðilögsögu á landgrunninu? Eins og úrslitin í at- kvæðagreiðslunni í Genf um íslenzku tillöguna sýndu á sú hugmynd þegar allmiklu fylgi að fagna. Þvi er það meginverkefni næstu ára að vinna þeirri hugmynd aukið fylgi. Er augljóslega mun hægara að sækja slík réttindi handa örfáum þjóðum, sem eiga flest sitt undir fiskveið- um, en fá fram almenna útfærslu fiskveiðilögsögunnar. Amsar leiðir eru til i þessu efni. Utanríkisráðherra hef- ur þegar vakið athygli á sjónarmiðum Islendinga i ræðu sinni á 21. þingi Sameinuðu þjóðanna 1966. Málið er síðan hægt að taka upp, og fá sérstaklega um það fjallað, bæði í FAO og öðrum sérstofnunum Sameinuðu þjóðanna. þjóðanna. A vettvangi Norðurlandanna má einnig reka málið, því hér fara hagsmunir þeirra allra saman. Loks lcæmi einnig til greina að kölluð yrði saman ráðstefna allra þeirra ríkja, sem hér eiga hagsmuna að gæta, þar sem þau gerðu sameiginlegar yfirlýsingar um málið og vektu á því athygli. Er þá ótalið allt það kynningarstarf, sem i þessu efni má vinna að tjaldabaki og með aðstöðu okkar og atkvæði í þeim öðrum alþjóðasamtökum, semi við erum aðilar að. 20 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.