Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Side 42

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Side 42
skort, hvorki í héraði né Hæstarétti. Geðvilla er talin finnast með 8 sökunautum, en grunur er um dulda geð- villu í fleiri tilvikum. Oftlega fara saman geðvilla og and- legur vanþroski. Aðeins tveir þeirra voru úrskurðaðir ósakhæfir og hlutu öryggisgæzlu. Hinir voru sakfelldir athugasemdalaust. Ekki verður séð, að 16. gr. alm. hgl. komi þar til athugunar né að dómstólar kanni, hvort refs- ing muni bera árangur. Andlegs vanþroska á ýmsum stigum er getið varðandi 13 sakbominga. Flestir eru þeir treggáfaðir (greindarvísitala 70—85 stig). I einu tilfelli var greindarvísitalan 60—70 stig (8—9 ára vitsmunaald- ur). Flokkast það undir hálfvitahátt. x) Hvergi er minnzt á 16. gr. varðandi þessa sakborninga. Virðist hún þó koma til álita, a. m. k. ef um hálfvita er að ræða. Loks er eitt dæmi um mann, er taldist fáviti og gcðvilltur. Geðlæknir áleit sennilegt, að refsing gæti borið ár- angur. Alitsgjörðin var ekki send læknaráði. Engar hugleiðingar sjást um sakhæfið hvorki í héraði né Hæstarétti, sbr. Hrd. XXVII, 657. Efri mörk fávita- háttar eru talin við 50 stig. x) Markið hefur yfir- leitt einnig verið miðað við 50 stig í Noregi. I seinni tið hefur orðið vart tilhneigingar að takmarka geðveikishug- takið norska (nær einnig til andlegs vanþroska) við ör- vitahátt (35 stig). * 2) I Danmörku er „ándssvaghed i hojere grad“ talið eiga við bæði örvitahátt og fávitahátt og greindarmarkið sett við 50—55 stig. I Svíþjóð er greindarmarkið lítið eitt hærra, um 65 stig. Þessar tölur eru engan veginn algildur mælikvarði, heldur aðeins til leiðbeiningar við endanlegt mat á sakhæfinu. x) Símon Jóh. Ágústsson, Sálarfræði, bls. 238. 2) Gabriel Langfeldt, Rettspsykiatri for jurister cg leger, bls. 152, og Johs. Andenæs, Alminnelig strafferett, bls. 260. 40 Timarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.