Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Side 48

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Side 48
Frá Lögfræðingafélagi íslands Fyrsti fundur stjórnar Lögfræðingafélags Islands á ár- inu 1967 var haldinn hinn 9. febrúar. Var stjómin þannig skipuð; formaður: Þorvaldur Garðar Kristjánsson, al- þingismaður, varaformaður: Þórður Björnsson, yfirsaka- dómari, gjaldkeri: Einar Bjarnason, ríkisendurskoðandi, ritari: Arnljótur Björnsson, hdl., fundarritari: Tómas Arnason, hrl., og meðstjórnendur Theodór B. Lindal, prófessor, og Guðmundur Jónsson, borgardómari. Útgáfustarfsemi. I tilefni af sjötugsafmæli dr. jur. Þórðar Eyjólfssonar, fyrrverandi hæstaréttardómara, hmn 4. maí 1967 stóð félagið að útgáfu safns ritgerða hans um lögfræðileg efni. Ber ritið heitið Lagastafir. Er þetta annað ritið, sem félagið stendur að útgáfu 4, en árið 1958 kom út á þess vegum safn ritgerða dr. Ólafs Lárussonar, prófessors, Lög og saga. A árinu kom út XVII. árg. af Tímariti lögfræðinga. Umræðufundir. Á árinu voru haldnir tveir almennir félagsfundir. Á fyrri fundinum, sem haldinn var í febrúam'iánuði, var til umræðu „Hlutverk og þátttaka Lögfræðingafélags Islands í Bandalagi háskólamanna11. Frummælendur voru þeir prófessor Armann Snævarr, háskólarektor, og Óiafur \V. Stefánsson, deildarstjóri. Prófessor Ármann Snævarr rakti aðdraganda að stofnun Bandalags háskólamanna (BHM). Gat hann þess, að á fyrsta stjórnarfundi í Lög- fræðingafélagi Islands hinn 15. april 1958 hefði verið rætt um hugsanleg samtök háskólamenntaðra manna. 46 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.