Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Page 51

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Page 51
Aðalfundur. Hinn 29. desember 1967 var aðalfundur félagsins hald- inn. Formaður félagsins, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, flutti skýrslu um störf stjórnar og félagsins, og gjald- keri félagsins, Einar Bjarnason, gerði grein fvrir reikning- um og fjárhag þess. Stjórnarkjör fór þannig, að Þorvaldur Garðar Krist- jánsson var endurkjörinn formaður félagsins með sam- hljóða atkvæðum. Þórður Björnsson, yfirsakadómari, var einnig endurkjörinn varaformaður með samhljóða at- kvæðum. Meðstjórnendur voru kosnir: Arnljótur Björns- son, hdl., Einar Bjarnason, ríkisendurskoðandi, Theodór B. Líndal, prófessor, Tómas Arnason, hrl. og Guðmundur Jónsson, borgardómari. A fundinum tók Bjarni K. Bjarnason, borgardómari, til máls og ræddi um bókasafnsmál og tillögur þær, sem fram hafa komið um sameiningu Landsbókasafnsins og Háskólabókasafnsins. Um það efni var síðan samþykkt svohljóðandi tillaga. Aðalfundur Lögfræðingafélags Islands haldinn 29. des- ember 1967 bendir á nauðsyn þess, að stórauka vísinda- legan bókakost hér á landi. Telur fundurinn vel viðeig- andi, að minnast ellefu alda afmælis Islandsbyggðar árið 1974 með þvi að reisa nýja bókhlöðu fyrir vísindarit, er veiti sem bezta aðstöðu til fræði- og vísindaiðkana. Fundarstörfum á aðalfundinum stjórnaði Hákon Guð- mundsson, yfirborgardómari. Guðmundur Jónsson. Tímarit lögfræðinga 49

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.