Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Side 59

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Side 59
leiða í ljós með hvaða hætti fyrrgreindir pakkar hefðu horfið. Stefnandi hafði orðið að bæta farmsendanda skaðann af þeim þrem pökkum, sem eigi komust til skiia. Nam sú fjárhæð kr. 20,548,00 eða verðmæti tóbakspakkanna og var það stefnufjárhæðin í málinu. Stefnandi taldi, að stefndi væri skaðabótaskyldur gagn- vart vátryggðum, Verzlunarsambandinu h.f., vegna ofan- greinds atviks og þar sem félagið hefði bætt vátryggðum skaðann, þá hefði stefnandi öðlast rétt vátryggðs á hend- ur stefnanda skv. ákvæðum 25. gr. laga nr. 20/1954 um vátryggingarsamninga. Stefnandi reisti skaðabótakröfu sína á þeirri reglu ís- lenzks réttar, að farmflytjandi ábyrgðist farminn frá því, að hann tæki við honum og þar til hann skilaði honum í hendur viðtakenda, og nái þessi ábyrgð til þess, ef farm- urinn færist, spillist eða glatist. Hélt stefnandi því fram, að farmflytjandi bæri tvímælalaust ábyrgð á þvi að pakk- arnir hefðu ekki komið til skila. Stefndi reisti sýknukröfu sína á því, að í hinum prent- uðu skilmálum í fylgibréfi hans hafi hann firrt sig allri ábyrgð á tjóninu. Farmsendandi, Verzlunarsambandið h.f., hafi engan fyrirvara gert um það, að hann samþykkti ekki þessa ábyrgðarleysisyfirlýsingu stefnda á fvlgibréf- jnu, en það hljóti að skoðast sem samþykki farmsendanda á yfirlýsingunni. Við þetta samþykki hafi farmflytjandi verið bundinn og geti stefndi í þessu máli ekki öðlast meiri rétt á hendur stefnda, heldur en farmsendandi átti. Benti stefndi á það sérstaklega í þessu sambandi, að yfir- lýsingin sé prentuð á framlhlið fylgibréfsins, ofarlega, á áberandi stað, og þar að auki innrömmuð til ábendingar. 1 öðru lagi kvaðst stefndi styðja sýknukröfu sína við 2. ml. 1. mgr. 25. gr. laga nr. 20/1954. Taldi stefndi, að stefnandi hefði engar sönnur fært á það, að umræddu tjóni hafi verið valdið af að minnsta kosti stórkostlegu gáleysi, enda hefði hann hvorki leitt Tímarit lögfræðinga 57

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.