Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Síða 62

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Síða 62
komulags kveðst stefndi hafa boðizt til að greiða leigu hrærivélar, sem SL hafði keypt og kveðst stefndi síðan hafa gert það. Stefndi skýrði ennfremur svo frá, að IS, verkamaður, og aðrir handlangarar hafi haldið fast við það, að sandur og sement væri flutt að hrærivél, og kvaðst stefndi hafa orðið að láta gera það, en það verk hafi þeir verkamenn, sem hjá honum unnu, framkvæmt eftir þvi sem tími hafi fallið til. Taldi stefndi, að skv. þessu hefði eigi tekizt samkomulag um það, að hann greiddi fyrir handlöngun 30% af uppmælingavinnu múrara. Stefndi hélt þvi fram á hinn bóginn, að eigi hafi tekizt neinir samningar um, að stefnandi fengi greidd laun, sem svaraði 30% af uppmælingartaxta múrara. Hafi aðrir handlangarar er hjá stefnda hafi unnið, heldur ekki gert slíka kröfu, að undanteknum I.S., verkam. Þá var því sér- staklega mótmælt af hálfu stefnda, að SL. hafi haft heim- ild til að ráða stefnanda upp á þau kjör, þar sem honum hafi einungis verið heimilt að ráða menn upp á venjuleg kjör, þ. e. skv. taxta vex-kamannafélagsins Dagsbrúnar. Varðandi ráðningu stefnanda tók stefndi sérstaklega fram, að hann hefði ekkert talað við stefnanda urn hana. Stefnandi hafi ekki verið kominn til, er hann ræddi hand- löngunina fyrst við þá SL og IS og eigi hafi SL múr- arameistari haft heimild til að semja um það við stefn- anda, að hann fengi 30% af uppmælingavinnu múi'ara. Stefnandi reisti kröfu sína fyrst og frernst á því, að komizt hefði á samningur um, að stefnandi fengi greidd laun, sem næmu 30% af vinnulaunum skv. uppmælingar- taxta múrara, enda væri venjulegt að sá háttur væri hafð- ur á um greiðslu verklaima fyrir handlöngun. Hins vegar sé venja að borga út vikulega, en síðan sé gert upp eftirá, þegar uppmæling hafi farið fram. I forsendum dómsins sagði svo, að SL. hefði haft á hendi verkstjórn og eftirlit með múrverki við framan- greinda byggingu fyrir stefnanda. Hafi hann jafnframt haft umboð til þess að ráða f. h. stefnda menn til þessarar 60 Tímarit lögfræðinga
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.