Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Blaðsíða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Blaðsíða 14
Finnland Árið 1987 tóku gildi finnsk lög um sjúklingatryggingu (patientskadelag nr. 585/1986). Hún er í meginatriðum sams konar og hin sænska, en ákvæði um gildissvið finnsku vátryggingarinnar eru þó einfaldari. Finnska sjúklingatrygg- ingin er skylduvátrygging skv. lögum frá 1986 (patientskadelag).’ Þeir, sem láta í té heilbrigðisþjónustu, bera allan kostnað af vátryggingunni með því að greiða iðgjöld. Noregur Norska ríkisstjórnin ákvað á árinu 1987 að láta hefja undirbúning að löggjöf um hlutlæga bótaábyrgð vegna líkamstjóns af völdum slysa eða óhappa við meðferð í heilbrigðisþjónustu. Þar sem ekki voru horfur á að lög um þetta yrðu sett fljótlega, var ákveðið að grípa til bráðabirgðalausnar. Lausnin var nokkurs konar sjúklingatrygging til þriggja ára frá og með 1. janúar 1988.3 4 Gildissvið hennar er takmarkað við þjónustu opinberra sjúkrahúsa. Bætur (pasientskadeerstatning) greiðast, ef tjón hlýst á líkama af völdum rannsóknar, sjúkdómsgreiningar, meðferðar, umönnunar eða þess að skort hefur á upplýsingar af hálfu starfsfólks sjúkrahúss. Auk þess greiðast bætur, þegar tjón hlýst af sýkingu eða bilun eða galla tækis. Ennfremur tekur bótakerfið til annars konar tjóns, ef sjúkrahús er skaðabótaskylt eftir almennum bótareglum. Ýmsar undantekningar eru frá þessum meginreglum um greiðslu- skyldu norska kerfisins. Meðal undantekninganna eru þessar: (1) Bætur greið- ast ekki, þegar tjón hlýst af áhættu við aðgerð eða aðra meðferð og áhættan er þekkt og talin óhjákvæmileg miðað við læknisfræðilega þekkingu á þeim tíma, sem tjón verður og (2) Bætur greiðast ekki, ef tjónið stafar að verulegu leyti af sjúkdómi þeim, sem sjúklingur leitaði lækningar á, eða af sérstöku ástandi sjúklings. Eins og í sænsku vátryggingunni getur tjónþoli átt kröfu til bóta, þótt eigi séu fyrir hendi skilyrði almennra skaðabótareglna. Bótafjárhæð er ákveðin eftir reglum skaðabótaréttar með tveimur smávægi- legum undantekningum. Stofnun á vegum sveitarfélaga annast framkvæmd sjúklingatryggingarinnar. Sveitarfélög greiða helming kostnaður við bótakerfi þetta með iðgjöldum, sem fara eftir íbúafjölda. Hinn heiminginn greiðir ríkissjóður. Danmörk í Danmörku var árið 1987 lagt fram frumvarp til laga um sjúklingatryggingu, en það varð ekki að lögum.5 3. Sbr. nefndarálitið Kommittébetankande 1982:29, sjá heimildaskrá hér á eftir. Sbr. og Ajo bls 78. 4. Um reynsluna af norska bótakerfinu fyrsta starfsárið (1988) sjá Stróm Bull, bls. 243-256. 5. Um það sjá von Eyben, bls. 233 o. áfr. 140
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.