Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Síða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Síða 19
enginn vafi leikur á að tjón, sem orðið hefur vegna lyfs, verður rakið til mistaka læknis. Dæmi: Læknir mælir fyrir um rangt lyf eða of stóran skammt af lyfi og honum má vera ljóst að hætta er á ferðurn. Sjúklingur á rétt til bóta úr sjúklingatryggingu ATL, ef hann bíður tjón af þessu. Hins vegar verða ýmis tilvik vafalaust hvorki flokkuð undir tjón vegna læknisaðgerða né mistök starfsfólks á sjúkrastofnunum, sem lögin taka til. Hér kemur einkum til greina tjón, sem aðeins verður rakið til skaðlegra eiginleika lyfsins sjálfs. Sjúklingur gæti þá átt skaðabótakröfu á hendur seljanda eftir reglum um skaðsemisábyrgð, en það er önnur saga. Heilsutjón vegna rangrar afgreiðslu lyfs í apóteki verður ekki heldur talið hafa orðið vegna aðgerða starfsfólks á sjúkrastofnunum, ef orsök er eingöngu gáleysi af hálfu starfsmanns utan sjúkrastofnunar, t.d. lyfjafræðings. Af því, sem nú hefur verið rakið, virðist ljóst, að ýmis konar tjón vegna lyfja verður sjúklingur að bera, án þess að geta krafist bóta eftir hinum nýju reglum, sem hér eru til umræðu. í Noregi og Svíþjóð er meginreglan sú, að sjúklingatrygging greiðir ekki bætur fyrir heilsutjón, sem hlýst af notkun lyfs, ef tjónið verður eingöngu rakið til lyfsins sjálfs (þ.e. tjón, er ekki stafar af atvikum, er varða lækna eða aðra starfsmenn heilbrigðisþjónustu). Bætur fyrir þess konar tjón greiða lyfjatjóns- tryggingar, sem starfa í Noregi, Finnlandi og Svíþjóð, eins og vikið var að hér að framan. Ein ástæðan til þess að sérstökum Iyfjatjónstryggingum var komið á fót er sú, að eðlilegt þykir að framleiðendur, seljendur og innflytjendur lyfja beri kostnað af tjóni, sem beinlínis verður rakið til lyfja. Kostnaður þessi lendir svo endanlega á neytendum, þar sem taka verður tillit til hans, þegar verð lyfja er ákveðið. Aðrir aðilar standa að sjálfsögðu undir kostnaði við sjúklingatrygging- ar. 3.4 Bótaréttur samkvæmt skaðabótareglum eða vátryggingarsamningi Réttur til bóta úr sjúklingatryggingu ATL er, eins og fram hefur komið, ekki bundinn því skilyrði að tjónþoli eigi skaðabótakröfu að lögum. Bótagreiðsla frá sjúklingatryggingu girðir heldur ekki fyrir það, að sjúklingur geri skaðabóta- kröfu á hendur þeim, sem ábyrgð ber á tjóni hans. Tryggingabætur skulu þó dregnar frá skaðabótakröfu eins og aðrar bætur samkvæmt ATL. Sá, sem rétt á til bóta úrsjúklingatryggingu ATL, getur jafnframt átt bótarétt eftir samningi um slysatryggingu eða líftryggingu (sjúklingatrygging greiðir m.a. bætur við dauða sjúklings). Samkvæmt almennum vátryggingarskilmálum fyrir slysatryggingar eru þó undanþegin slys vegna „lækningameðferðar, skurðað- gerðar eða lyfjanotkunar, nema meðferðin sé að læknisráði vegna bótaskylds slyss.“ Slysa- og líftryggingarbætur hafa hvorki áhrif á rétt til bóta úr sjúklinga- tryggingu né bótarétt á hendur þeim, sem ber skaðabótaábyrgð samkvæmt lögum. 145

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.