Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Qupperneq 44

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Qupperneq 44
í dómi sem reifaður var hér að íraman1''1 var ólögmæt eftirgerð talin sönnuð með því að skipulag flestra skráa var eins, skjámyndir voru líkar og ennfremur tiltekin fimm undirforrit. Varðandi síðasta atriðið var talið að ekki ætti að meta hve stór hluti forritanna væri líkur heldur hvort þeir hlutar sem mestu máli skipta væru líkir. Hér verða reifaðir til viðbótar 3 bandarískir dómar þar sem reynir á mörkin milli ólögmætrar eftirgerðar og sjálfstæðrar sköpunar. Stefnandi málsins framleiddi bílasíma og hugbúnað sem stýrði aðgangi notenda að lausum rásum. Stefndi, sem einnig framleiddi bílasíma. taldi sér vera nauðsynlegt að hanna hugbúnað sem væri samhæfður hugbúnaði J, rannsakaði kóta forrits J og hannaði nýjan hugbúnað. Hugbúnaður stefnanda var talinn nægilega frumlegur til að njóta verndar. Talið var að hugbúnaður stefnda væri ólögmæt eftirgerð hugbúnaðar stefnanda. Eftirgerð fælist í afritun á verulegum hluta kótans og 38 af 44 undirforritum, einnig í því að sömu villur mátti finna í hugbúnaði beggja og að heildarútlitið var eins. Það var talið styðja niðurstöðuna að stefndi hafði óafvitandi afritað þrjár línur úr kótanum sem var ofaukið. Tckið var fram að stefndi hefði átt kost á fleiri en einni aðferð til að hanna hugbúnað, samhæfðan hugbúnaði stefnanda?5 Stefndi braut leyfissamning við stefnanda um notkun á SAS hugbúnaði sem gekk á IBM samhæfðan vélbúnað með því að umrita hann til nota á Digital VAX tölvu og hanna þannig INDAS. Hugbúnaður stefnanda þótti njóta höfundaréttarverndar og talið var að stefndi hefði brotið gegn þeim rétti. Varðandi ólögmæta eftirgerð benti dómurinn á að lýsingar á forriti stefnda voru ekki til, breytingar voru gerðar frá forriti stefnanda sem höfðu enga þýðingu fyrir það hvernig forrit stefnda vann en gerðu það að verkum að forritstextinn virtist ekki eins líkur eldra forritinu. Starfsmönnum stefnda voru gefin fyrirmæli um að velja nöfn á tiltekin forritsbrot sem væru eins lík samsvarandi hlutum í hugbúnaði stefnanda og mögulegt var. í báðum forritunum voru skipanir sem ekki var lýst í lýsingum frá stefnanda og sem höfðu orðið eftir þegar verið var að þróa forrit hans. Forritin voru lík að því leyti að um var að ræða nærri nákvæma þýðingu á uppbyggingu forrits stefndanda og beina eftirgerð á smáatriðum í uppbyggingu. Talið var að afritun á litlum hluta kótans fæli í sér verulega eftirgerð. Tekið var fram að kóti forrits stefnanda væri 186.000 línur og að fundist hefðu 44 dæmi um afritun. I þeim mæli sem hugbúnaðurinn var líkur var talið að um óþarfa meðvitaða endurtekningu á útfærslu væri að ræða, eftirgerð var ekki nauðsynleg til að hanna samhæfðan hugbúnað';'’ Stefnandi átti rétt yfir hugbúnaðinum VPS-500 sem ritaður var í BASIC og Atari fyrir Atari tölvu. Stefndi, sem hafði átt hlut að hönnun hans, hannaði CPC 1000 í PASCAL og IBM Assembler máli fyrir IBM PC tölvu. Forritin þóttu lík að uppbyggingu og skipulagi og höfðu einnig nokkuð sameiginlegt í kótanum. Mikil samsvörun var milli forrits stefnda, sem samanstóð af fjórum einingum og fjögurra af tólf einingum í forriti stefnanda. Vélbúnaðurinn sem forritin voru notuð á var ólíkur, þannig hafði IBM tölvan meira minni. Það kom því á óvart að ein þessara eininga skyldi vera hin sama í báðum forritum. Þrátt fyrir þetta var talið að það sem var líkt með einingunum væru hugmyndir, en ekki útfærsla þeirra. Þessar einingar væri óhjákvæmilega að finna í öllum forritum sem ynnu þetta tiltekna verkefni. Var þess vegna ekki brotið gegn rétti stefnanda yfir hugbúnaði sínum” I dómum þessum vekur athygli að ólögmæt eftirgerð er oft talin sönnuð ef finna má í kóta yngra forritsins línur eða brot sem ekki skipta máli, ef yngra forrit inniheldur skipanir sem ekki eiga sér fyrirmynd í lýsingum o.s. frv. 94. Sjá neðanmálsgrein 60. 95. E. F. Johnson Co. gegn Uniden Corp. of America, 623 F. Supp. 1485 (D.C. Minnesota 1986). 96. SAS Institute, Inc. gegn S&H Computer Systems, Inc., 605 F. Supp. 816 (M.D. Tenn. 1985). 97. Q-Co Industries, Inc. gegn Hoffman, 625 F. Supp. 608 (S.D.N.Y. 1985). 170
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.