Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Side 3
TÍMARIT
• •
LOGFRÆÐIAGA
3. HEFTI 44. ÁRGANGUR NÓVEMBER 1994
„DÓMSKERFIÐ SLÆR Á FINGUR OKKAR“
Ofangreinda fyrirsögn gaf að líta í einu dagblaða landsins ekki alls fyrir
löngu og var hún byggð á ummælum aðalvarðstjóra í lögreglunni í Reykjavík,
þegar við hann var rætt um síbrot unglinga. Er m.a. eftirfarandi haft eftir aðal-
varðstjóranum: „Það er alls ekki eðlilegt að unglingur eigi að safna tilteknum
fjölda afbrota áður en mál hans eru tekin fyrir í kerfinu“. Svipuð ummæli
komu fram hjá lögreglumanni í fréttum sjónvarpsstöðvar daginn áður. Full-
yrðing af því tagi sem fyrirsögnin geymir gefur tilefni til þess að huga nánar
að því hvað er hér á seyði og hvers vegna.
Nú eru liðin rúm tvö ár síðan aðskilnaður dómsvalds og umboðsvalds í
héraði var lögfestur. Það er stuttur reynslutími, en sú reynsla sem fengin er
má teljast jákvæð í flestum greinum og vissulega í öllum höfuðatriðum.
Vankantar hafa eðlilega komið í ljós, en engir slíkir, að þá megi ekki sníða
af á tiltölulega auðveldan hátt. Öll teikn eru á lofti um að lögbundið haft
verið dómskerfí sem búa má við um nokkra framtíð, að því er grundvallar-
skipulag varðar, taki þjóðskipulag og þjóðarhættir ekki verulegum stakka-
skiptum.
En hvað er þá dómskerfi, það kerfi sem á finguma slær? Sjálfsagt vefst sú
spuming ekki fyrir löglærðum mönnum fremur en hugtökin sínus og kósínus
fyrir stærðfræðingum. Þótt þessi samanburður sé gerður þá er samt á sá höfuð-
munur að stærðfræðihugtökin eru ekki hluti þjóðskipulagsins eins og dóms-
kerfið og þjóðfélagsþegnunum ekki sama nauðsyn á því að kunna á þeim skil
eins og dómskerfinu, en brýnt er að hver og einn þjóðfélagsþegn þekki nokkuð
til allra höfuðþátta þess þjóðskipulags sem hann býr við. Á þessu virðist mis-
brestur og þarf ekki að teljast óeðlilegt. Þegar á hendi sama manns var
lögreglustjóm, umboðsstörf og dómsvald var ekki nema von að einhver rugl-
151