Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Qupperneq 4

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Qupperneq 4
aðist í ríminu og gera verður ráð fyrir að svo kunni enn að vera. En með að- skilnaði dómsvalds og umboðsvald í héraði voru dregnar skýrari línur að þessu leyti en áður voru og því ætti að vera auðveldara að gera greinarmun á því hvað er hvers, og ætti það í raun að vera rökrétt framhald aðskilnaðarins. Að sjálfsögðu mætti skrifa langar skilgreiningar á því hvað er dómskerfi, sem eðlilega verður þó ekki gert hér. Hins vegar verður vart annað séð af þeim dagblaðsskrifum sem að framan var vitnað til en aðalvarðstjórinn í lögreglunni í Reykjavík telji að dómskerfið taki við þegar lögreglan hefur lokið skýrslu- gerð sinni til lögreglustjóra. Hér hlýtur að vera um ónákvæmni og óvönduð vinnubrögð að ræða, en því verður vart trúað að fáfræðin ríði svo húsum að lögreglumenn viti ekki deili á þeim skilum, sem eru á milli rannsóknarvalds, ákæruvalds og dómsvalds. Þá kröfu verður að gera til þeirra, sem vinna að refsivörslu í landinu, að þeir kunni góð skil á því hvernig hún er byggð upp og í hvaða átt réttmætri gagnrýni skal beint, enda missir hún marks að öðrum kosti. Sömu kröfu verður að gera til annarra þeirra sem um þessi mál fjalla og á það ekki síst við fjölmiðlunga. Það er of oft að fréttir fjölmiðla af rann- sókn afbrota, ákærum, dómsmeðferð mála og dómum bera þess merki, að sá sem segir frá hefur ekki vald á grundvallaratriðum og því verður frásögnin ekki eins upplýsandi og hún gæti orðið, stundum villandi og í versta falli beinlínis röng. Á þessu þarf nauðsynlega að ráða bót t.d. með fræðslu sem mætti skipuleggja sérstaklega. Allir sem til þekkja vita að sjálfsögðu að dómstólar hafa ekki önnur afskipti af rannsókn meintra afbrota en þau að kveða upp úrskurði vegna ákveðinnar rannsóknarnauðsynjar, sem talin er vera fyrir hendi, og skipa sakborningum verjendur við rannsókn. Afskipti dómstóla af sakamálum hefjast fyrst þegar ákæra hefur verið lögð fram til þeirra og sakamál þingfest. Um það hvenær ákært er, fyrir hvað og hverjir eru ákærðir hafa dómstólarnir ekkert að segja. Hér er um svo einfaldar og skýrar línur að ræða, að þær ættu ekki að þurfa að veljast fyrir neinum. Það er fyrst eftir að ákæra hefur borist dómstól, að dómarar fara að ráða gangi mála, en verða við meðferð mála engu að síður að taka fullt tillit til þarfa og hagsmuna ákærenda, sakborninga og verjenda þeirra. Við aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði og við tilkomu nýrra dómstóla sköpuðust betri aðstæður en áður voru til þess að huga sérstaklega að hraða málsmeðferðar. Sérstök viðmið í þeim efnum eru þó ekki fyrir hendi, enda erfitt að setja þau. Tilfinning manna á þó yfirleitt auðvelt með að greina á milli þess sem má telja viðunandi hraða málsmeðferðar og seinagangs. Má hér til fróðleiks og skoðunar nefna að á fyrra helmingi ársins 1994 voru lagðar fram í héraðsdómunum í Reykjavík og Reykjanesi ákærur á 297 menn samtals, sem fæddir eru árið 1970 eða síðar. Frá því að ákærurnar voru lagðar fram þar til málin voru afgreidd með dómi eða viðurlagaákvörðun leið að meðaltali tæpur mánuður eða nákvæmlega tiltekið 29,8 dagar. Af þessum tíma þarf venjulega að ákveða ákæranda um viku til þess að birta ákærða fyrirkall. Rétt 152
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.