Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Síða 7

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Síða 7
4. LÖGSKÝRINGARSJÓNARMIÐ í LANDSRÉTTI OG LÖSKÝRINGAR- SJÓNARMIÐ VIÐ BEITINGU MANNRÉTTINDASÁTTMÁLA EVRÓPU 4.1 Lögskýringarsjónarmið við beitingu mannréttindasáttmálans 4.2 Lögskýringarsjónarmið sem byggjast á Vínarsáttmálanum 4.2.1 Textaskýring (literal interpretation) 4.2.2 Undirbúningsgögn (preparatory documents) 4.2.3 Samræmisskýring (systemic interpretation) 4.2.4 Tilgangsskýring (teleological interpretation) 4.2.5 Mótandi skýring (evolutive interpretation) 4.3 Önnur skýringarsjónarmið í réttarframkvæmd Mannréttindadóm- stóls Evrópu 4.3.1 Sjálfstæð skýring (autonomous interpretation) 4.3.2 Samanburðarskýring (comparative interpretation) 4.3.3 Margræðni eða einföldun 4.4 Lögskýringarsjónarmið í landsrétti og áhrif mannréttindasáttmálans á lögskýringu 5. LOKAORÐ 1. INNGANGUR Á árinu 1988 var merkileg lögskýringarregla orðuð í dómi Hæstaréttar íslands, þar sem segir: „Lagaákvæði er takmarka mannréttindi verða að vera ótvíræð. Sé svo ekki, ber að túlka þau einstaklingi í hag, því að mannréttindaákvæði eru sett til verndar einstaklingum en ekki stjórn- völdum'4. (Hrd. 1988 1532, (1535)). í máli þessu krafðist Sigurður Ármann Sigurjónsson, leigubílstjóri, þess að felld yrði úr gildi með dómi sú ákvörðun umsjónarnefndar leigubifreiða að svipta hann leyfi til aksturs leigubifreiðar til mannflutninga. Byggði Sigurður málsókn sína meðal annars á því, að með því að svipta hann atvinnuleyfi á þeim forsendum að hann vildi ekki vera félagi í tilteknu bifreiðastjórafélagi væri brotið gegn ákvæðum 69. og 73. gr. stjómarskrárinnar. Niðurstaða meirihluta Hæstaréttar var að ákvæði 73. gr. stjórnarskrárinnar hefði aðeins verið ætlað að tryggja rétt manna til að stofna félög en ekki rétt manna til að standa utan félaga. Sigurður var ekki talinn hafa sýnt fram á að ósamræmi væri milli 73. gr. stjómarskrárinnar og ákvæða alþjóðasamþykkta, þ. á m. 11. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, og tekið var fram í dómhum að þótt svo væri - þ.e. að jafnvel þótt sýnt væri fram á ósamræmi milli ákvæða stjórnarskrár og ákvæða alþjóðasamþykkta - myndi það ekki sjálfkrafa hagga settum stjórnarskrárákvæðum. Þá féllst meirihluti dómsins ekki á að efni stæðu nú til að skýra 73. gr. stjómarskrárinnar þannig að hún fæli í sér rétt til að neita að ganga í félag eða að vera í félagi og taldi heldur ekki hægt að draga þá ályktun af ákvæðinu að óheimilt væri að gera félagsaðild að skilyrði atvinnuleyfis. Hins vegar var það niðurstaða meirihluta 155 I

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.