Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Page 9
grunnsjónarmið réttarkerfis sem byggist á meginreglunni um tvíeðli landsréttar
og þjóðaréttar og stjómskipulegri meginreglu um fullveldi ríkisins og stofnana
þess. Að baki lögskýringarreglu Hæstaréttar má greina sömu sjónarmið, auk
rótgróinna hugmynda í íslenskum rétti um eðli laga sem kenndar eru við
vildarrétt eða pósitívisma.2 Báðar stinga reglurnar í augu út frá sjónarmiðum
um eðli réttarreglna og beitingu þeirra og 2. gr. laga nr. 62/1994 að auki út
frá sjónarmiðum þjóðaréttar og fræða um alþjóðlega mannréttindavemd. Er
reglan sérstaklega einkennileg, þar sem hún er sett fram í lögum sem veita
ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu lagagildi og er ætlað að auka mann-
réttindavernd og mæta þeirri þróun sem óumdeilt er að hefur orðið hér á landi
á undanfömum árum í átt til þess að meira tillit sé tekið til ákvæða Mann-
réttindasáttmála Evrópu og réttarframkvæmdar stofnana Evrópuráðsins í
landsrétti en áður var.
Þegar fjallað er um lögtöku Mannréttindasáttmála Evrópu í íslenskan lands-
rétt, markmið með lögtöku sáttmálans og þýðingu þess að hann er lögtekinn,
tel ég rétt að hafa framangreindar reglur, lögskýringarreglu Hæstaréttar og 2.
gr. laga nr. 62/1994 í huga, auk þeirra hugmynda sem liggja þeim að baki.
Hér á eftir mun ég stuttlega gera grein fyrir þeim sjónarmiðum sem ríkjandi
voru um áhrif mannréttindasáttmálans í íslenskum landsrétti fyrir lögtöku
sáttmálans og sjónarmiðum um ætluð áhrif af lögtöku hans (kafli 2). Þótt
sáttmálinn hafi nú verið lögtekinn er gagnlegt að rekja þá þróun sem varð í
réttarframkvæmd fyrir lögtöku hans og þau fræðilegu sjónarmið sem upp
komu vegna breytinga á réttarframkvæmd, enda skipta þau sjónarmið máli
eftir sem áður. Gerð verður grein fyrir þeirri fræðilegu umræðu sem varð um
stöðu sáttmálans í landsrétti hérlendis og í dönskum rétti og því haldið fram,
að rótgróin vildarréttaráhersla í íslenskum og dönskum rétti - og fastmótaðar
hugmyndir um tvíeðli réttarins - hafi leitt til þess að megináhersla í fræðilegri
umræðu sneri að því að slá föstu lögmæti reglnanna í landsrétti, annars vegar
með vísan til fræðikenninga um réttarheimildir og hins vegar með vísan til
raunverulegrar beitingar í landsrétti. Því verður hins vegar haldið fram hér,
að sú þróun sem varð í beitingu ákvæða mannréttindasáttmálans verði ekki
skýrð með öðrum hætti en með vísan til þeirra þjóðréttarlegu skuldbindinga
sem íslenska ríkið tók á sig við fullgildingu sáttmálans og þess sérstaka
eftirlitskerfis sem komið hefur verið upp og íslenska ríkið hefur undirgengist,
og að með sama hætti sé það þetta samspil landsréttar og þjóðaréttar sem
2 Sjá Garðar Gíslason: „Er valdbinding höfuðeinkenni á lagareglum?“, Ármannsbók, Reykjavík
1989, bls. 151. Garðar vísar til nafngiftar Sigurðar Líndal, sem hefur íslenskað „pósitfvisma“
sem vildarrétt, og gerir grein fyrir nokkrum megináherslum vildarréttarins, m.a. að lög séu vald-
bundnar fyrirskipanir yfirvalda til þegna sinna. Sú vildarréttaráhersla sem kemur fram í lög-
skýringarreglu Hæstaréttar er hugmyndin um ótakmarkað svigrúm löggjafarvaldsins til að setja
reglur og að beiting reglnanna ráðist af skýrum vilja löggjafans en ekki efnislegu mati á rétt-
mæti reglunnar eða öðrum sjónarmiðum sem lúta að inntaki hennar.
157