Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Qupperneq 11
inga (1988) var gerð grein fyrir meginsjónarmiðum um áhrif þjóðréttarsamn-
inga á íslenska réttarskipan, m.a. þeirri grundvallarreglu að þjóðréttarsamn-
ingar fái ekki sjálfkrafa lagagildi og dómstólum, stjórnvöldum og þegnum
landsins beri að fara eftir landslögum þangað til að þeim hefur verið breytt.4
Þetta voru og eru grundvallarsjónarmið um samband þjóðaréttar og landsréttar
í réttarkerfi sem byggir á tvíeðli réttarins; aðgreiningu landsréttar og þjóða-
réttar. A síðustu áratugum hefur beiting þessa grundvallarsjónarmiðs orðið
erfiðari, einkum að því er varðar ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu, og
kemur þar m.a. til uppbygging kerfis þess sem sett er á stofn með mann-
réttindasáttmálanum og eftirlitsvald sem fer út fyrir hefðbundna skipan í
þjóðarétti, sbr. umfjöllun í kafla 3 hér á eftir.
A árinu 1988 var íslensk réttarframkvæmd í fullu samræmi við þessi viður-
kenndu sjónarmið um samband landsréttar og þjóðaréttar. I málum þar sem
einstaklingar héldu því fram að brotið væri gegn ákvæðum mannréttinda-
sáttmálans vísuðu dómstólar til þess að sáttmálinn hefði ekki öðlast lagagildi
hér á landi og breytti því ekki íslenskri réttarskipan, sbr. t.d. Hrd. 1975 601,
um hundahald í Reykjavík5 og Hrd. 1985 1290 og Hrd. 1987 356 um þá að-
stöðu að fulltrúi sýslumanns fór einnig með dómstörf í héraði utan Reykja-
víkur. Er sambærilegt álitaefni kom til kasta Hæstaréttar á árinu 1989, eftir
að niðurstaða Mannréttindanefndar Evrópu lá fyrir í máli Jóns Kristinssonar
(Hrd. 1985 1290), um að brotið hefði verið gegn 1. mgr. 6. gr. mannrétt-
indasáttmálans, varð niðurstaða Hæstaréttar sú að fulltrúa sýslumanns hefði
borið að víkja sæti við dómsmeðferð sakamáls, sbr. Hrd. 1990 2.6 Dómur
þessi er ótvírætt stefnumarkandi um áhrif mannréttindasáttmálans á íslenskan
landsrétt - og beitingu ákvæða hans í landsrétti. I kjölfar þessa dóms gengu
dómar í sambærilegum málum, þar sem vísað var til Hrd. 1990 2 og þeirra
sjónarmiða sem þar koma fram. Þá reyndi á 6. gr. mannréttindasáttmálans í
Hrd. 1990 92, þar sem talið var að dómari hefði átt að víkja sæti við meðferð
sakamáls, er hann hafði áður úrskurðað sakborning í gæsluvarðhald í samræmi
við ákvæði laga nr. 74/1974. I dómi Hæstaréttar er vísað til þess að skýra
verði ákvæði laga með hliðsjón af ákvæðum mannréttindasáttmálans, og vísað
4 Stefán Már Stefánsson: „Um þörf á lögfestingu þjóðréttarsamninga“. Birt sem fylgiskjal með
skýrslu umboðsmanns Alþingis fyrir árið 1988. Reykjavík 1989, bls. 4.
5 í dómi Hæstaréttar er þó einnig tekið fram að ákvæði laga og reglugerða um takmörkun
hundahalds í þéttbýli fari ekki í bága við 8. gr. mannréttindasáttmálans, enda hefur Mannrétt-
indanefnd Evrópu vísað því á bug að slfkt bann fari gegn vernd þeirri sem 8. gr. mannréttinda-
sáttmálans tryggir.
6 Sátt var gerð milli íslenska ríkisins og Jóns Kristinssonar og málið eftir það tekið af dagskrá
mannréttindadómstólsins. Við þá ákvörðun var, auk sáttarinnar, litið til breytinga á íslenskri
löggjöf og breytingar á réttarframkvæmd og m.a. vísað til dóms Hæstaréttar í H 1990 2, sjá
mál Jóns Kristinssonar gegn Islandi (dómur 1. mars 1990), Series A vol. 171-B, einkum
fors. 18.
159