Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Qupperneq 13

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Qupperneq 13
frá greiningu á dómum Hæstaréttar, einkum Hrd. 1990 2, komst höfundur að þeirri niðurstöðu að ákvæði alþjóðlegra mannréttindasamninga, sem ísland hefði fullgilt, væru nú hluti landsréttar og að ákvæði landslaga, ósamþýðanleg mannréttindaákvæðum slíkra samninga yrðu að víkja. íslenskum dómstólum væri skylt að beita reglum slíkra samninga, með sama hætti og gildandi lands- rétti, og veita þeim forgang í því tilviki að reglumar rekist á ósamþýðanleg ákvæði landsréttar (áherslur mínar). Þessar ályktanir taldi höfundur nauðsyn- legar út frá greiningu á nefndum dómi Hæstaréttar í Hrd. 1990 2.8 Greining á sama dómi hefur á hinn bóginn einnig leitt til þeirrar niðurstöðu að um breytta lagatúlkun hafi verið að ræða, að óbreyttum réttarheimildum.9 Þessi áherslumunur sýnir fýrst og fremst breiddina í fræðilegri umræðu um beitingu þjóðréttarreglna í landsrétti og stafar einkum af þeirri aðstöðu sem réttarkerfi er byggja á kenningum um tvíeðli réttarins standa frammi fýrir varðandi áhrif þjóð- réttarlegra skuldbindinga á landsrétt. í síðari dómum Hæstaréttar, sem nefndir em hér að ffarnan, er einnig yfirleitt til þess vísað að skýra verði ákvæði íslenskra laga til samræmis við ákvæði mannréttindasáttmálans - og rúmast sú áhersla innan hinna hefðbundnu sjónarmiða um beitingu landsréttar í samræmi við þjóðréttarlegar skuldbindingar. Hins vegar er ljóst að í úrlausnum sínum hefur Hæstiréttur gengið lengra en að skýra lagareglur til samræmis við ákvæði sáttmálans, og þannig gengið lengra en almennt var viðurkennt, sbr. t.d. Hrd. f992 174 og Hrd. 1993 147. 2.2.1 Sjónarmið um áhrif mannréttindasáttmálans í dönskum rétti fyrir lögtöku sáttmálans og samanburður við íslenskan rétt Allt þar til Mannréttindasáttmáli Evrópu var lögleiddur í Danmörku með lögum nr. 285/1992 snerist fræðileg umræða um stöðu sáttmálans í landsrétti um sambærileg álitaefni og rakin eru hér að framan. Danskur réttur er athygl- isverður varðandi þessi álitamál í íslenskum rétti. í fyrsta lagi er kenningin um tvíeðli réttarins ráðandi í báðum réttarkerfum. í öðru lagi eru fræðilegar forsendur svipaðar í báðum réttarkerfum, svo sem kenningar um réttarheim- ildir og lögskýringarsjónarmið. 1 þriðja lagi er hægt að greina mjög svipaðar áherslur varð.mdi stjómskipulega stöðu og hlutverk dómstóla að því er varðar eftirlit með löggjafarvaldinu í dönskum og íslenskum rétti og það er atriði sem að mínu mati hefur töluverð áhrif á þá fræðilegu afstöðu sem mótuð hefur verið um beitingu þjóðréttarreglna í landsrétti í þessum réttarkerfum. I dönskum rétti var gengið út frá grunnsjónarmiðum kenningarinnar um tví- eðli þjóðaréttar og landsréttar.10 Ekki var talið að dómstólar og stjórnvöld 8 Ragnar Aðalsteinsson: „Alþjóðlegir mannréttindasáttmálar og íslenskur landsréttur“. Tímarit lögfræðinga i. hefti 1990, bls. 22. 9 Páll Hreinsson: „Sérstakt hæfi dómara". Tímarit lögfræðinga 4. hefti 1990, bls. 219-243. 10 Sjá Betænkning nr. 1220/1991: Den europæiske Menneskerettighedskonvention og dansk ret. Kaupmannahöfn 1991, bls. 62 o.áfr. 161
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.