Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Side 22
unum frá einstaklingum og leysa úr einstökum málum, og það hvernig stofn-
anirnar hafa farið með þessar heimildir, hafi leitt til þeirra áhrifa sem mann-
réttindasáttmálinn hefur haft í rétti Evrópuþjóða og þeirrar virðingar sem
sáttmálinn og stofnanir Evrópuráðsins njóta. Svo sem greinir hér á eftir hafa
stofnanir Evrópuráðsins leitast við að teygja sig ekki inn á svið stofnana
ríkisins í úrlausnum sínum. Á hinn bóginn er mikilvægt að stofnanir aðildar-
ríkja, bæði löggjafi, stjórnvöld og dómstólar, komi til móts við þá framkvæmd
stofnana Evrópuráðsins og taki mið af úrlausnum þessara stofnana, einkum
mannréttindadómstólsins, til að tryggja samræmi í framkvæmd og sérstaklega
til að tryggja að ekki sé gengið gegn samningsskuldbindingum ríkisins.
3.2 Stofnanir Evrópuráðsins fara með eftirlit með því að ríki uppfylli
samningsskyldur sínar en ekki dómsvald á áfrýjunarstigi
Þótt uppbygging eftirlitskerfis mannréttindasáttmálans leiði til þess að
mannréttindanefndin og dómstóllinn taki afstöðu til einstaks máls og skeri
úr um það hvort brotið hafi verið gegn ákvæðunt sáttmálans í því tiltekna
tilviki sem fyrir er lagt hverju sinni, verður hlutverki stofnananna ekki jafnað
til þess að þær fari með dómsvald á áfrýjunarstigi, þ.e.a.s að þær endurskoði
mat á staðreyndum eða beitingu sönnunar- eða réttarreglna, sem niðurstaða
dómstóls aðildarríkis byggist á. Það er þvert á móti niðurstaða dómstóls, eins
og hún er, sem getur komið til kasta stofnana Evrópuráðsins og meta þær þá
hvort með þessari niðurstöðu sé brotið gegn réttindum þeim sem rfki skuld-
binda sig til að tryggja mönnum á yfirráðasvæði þeirra. Við það mat beita
stofnanir Evrópuráðsins túlkunaraðferðum og sjónarmiðum um valdmörk sem
þróast hafa í réttarframkvæmd stofnananna.
3.2.1 Úrlausnarvald stofnana aðildarríkis
Af ákvæðum mannréttindasáttmálans verður ráðið að það sé fyrst og fremst
hlutverk stofnana hvers ríkis um sig að tryggja að hver sá sem dvelst innan
yfirráðasvæðis rtkisins njóti þeirra lágmarksréttinda sem ákvæði sáttmálans
rnæla fyrir um. Ákvæði í stjórnarskrám ríkja mæla oft fyrir um sömu eða
sambærileg grundvallarréttindi og talin eru í 1. kafla sáttmálans og samnings-
viðaukum og af 60. gr. sáttmálans er skýrt að með sáttmálanum er stefnt að
lágmarksvernd mannréttinda, þannig að ekki er ætlast til að ákvæðum sátt-
málans sé beitt þannig að leiði til skerðingar á réttarvemd sem menn njóta
samkvæmt löggjöf aðildarríkjanna. Þá byggir mannréttindasáttmálinn á þeirri
réttarfarslegu grundvallarreglu að leiðréttingar sé leitað hjá úrlausnaraðilum
aðildarríkis og allar kæruleiðir tæmdar, áður en hægt er að leita til stofnana
Evrópuráðsins, sbr. 26. gr. sáttmálans, og byggir þessi réttarfarsregla á þvf
grundvallarsjónarmiði þjóðaréttar að ríki gefist kostur á að leiðrétta hugsan-
legar misfellur áður en til þess kemur að stofnanir Evrópuráðsins skeri úr um
hvort ríkið hafi brotið gegn samningsskuldbindingum sínum. Þessi grund-
vallarsjónarmið um að það sé fyrst og fremst hlutverk hvers ríkis að tryggja
170