Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Page 24

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Page 24
í dómi mannréttindadómstólsins í máli Handyside gegn Bretlandi (1976)34 komu sjónarmið um svigrúm aðildarríkjanna til mats mjög skýrt fram. Handy- side, sem var breskur þegn, hafði keypt útgáfurétt að danskri bók, sem var ætluð unglingum til upplýsinga og leiðbeiningar, nr.a. unr skólamál, samskipti nemenda og kennara og unglinga og foreldra þeirra, svo og um kynlíf. Eftir að Handyside lét dreifa kynningareintökum af litla rauða skólakverinu - (The Little Red Schoolbook) - var hald lagt á hluta upplagsins, og Handyside ákærð- ur og síðan dæmdur til greiðslu sektar fyrir brot á tilgreindum lögum (Obscene Publications Act 1959/1969) vegna þeirra eintaka sem hald var lagt á. Þá var ákveðið að þeim eintökum sem náðst hafði í skyldi eytt. Ekki var talinn vafi á því að með dómi breskra dómstóla í máli Handyside væri um að ræða brot á ákvæðum 1. mgr. 10. gr. mannréttindasáttmálans um tjáningarfrelsi. Kom þá til álita hvort skilyrði væru fyrir hendi til að takmarka tjáningarfrelsi, sbr. 2. mgr. 10. gr. Niðurstaða dómsins var að þær takmarkanir sem Handyside varð fyrir væru lögmæltar (Obscene Publications Act) og að um væri að ræða takmarkanir sem hefðu lögmætt markmið, þ.e. vernd siðferðis í lýðræðisþjóð- félagi. Þá kom það til álita hvort þær aðgerðir sem beitt var gegn Handyside væru nauðsynlegar í lýðræðissamfélagi til verndar almennu siðgæði (forsenda 47). Dómstóllinn benti á að hlutverk stofnana Evrópuráðsins væri að hafa eftirlit með framkvæmd stofnana aðildarríkjanna og væri því nokkurs konar öryggisúrræði. Þá var tekið fram að vegna þeirrar nálægðar sem stjórnvöld hvers rtkis væru í við aðstæður og hugmyndir innan vébanda ríkisins, væru stofnanir ríkisins í betri aðstöðu heldur en mannréttindadómstóllinn, til að meta þær ráðstafanir sem þyrfti til að standa vörð um almennt siðgæði og raunverulega nauðsyn aðgerða sem takmörkuðu mannréttindi. Stofnanir ríkis- ins, löggjafi sem og stjórnvöld og dómstólar, hefðu því svigrúm til mats og það kæmi í þeirra hlut að meta nauðsyn á afskiptum ríkisins í þessu sambandi (fors. 48). Það var hins vegar einnig tekið fram að svigrúm stofnana ríkisins til mats leiddi ekki til þess að stofnanir Evrópuráðsins gætu ekki metið rök- semdir ríkisins fyrir takmörkunum og haft þannig eftirlit með því mati sem stofnanir ríkisins beittu, einkum að rök ríkisins fyrir takmörkunum ættu við í málinu og væru nægilega sterk (relevant and sufficient), að teknu tilliti til atvika málsins og viðmiða lýðræðissamfélags (fors. 49-50). Eftir að hafa gert grein fyrir skyldu dómstólsins til að standa vörð um grundvallarreglur lýð- ræðislegs samfélags, svo sem nauðsyn opinnar umræðu, þar sem sem flest sjónarmið gætu komið fram og spornað gegn þröngsýni, varð það engu að síður niðurstaða meirihluta mannréttindadómstólsins að með dómi breskra dómstóla í máli Handyside og upptöku og síðan eyðileggingu eintaka af bókinni, hefði breska ríkið ekki gengið lengra en réttlætanlegt væri með tilliti til tilgangs aðgerðanna, einkum með tilliti til þess, að hér var stefnt að því 34 Mál Handyside gegn Bretlandi (dómur 29. aprfl 1976) Series A vol. 24. 172

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.