Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Page 27

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Page 27
kom það þannig til álita hvort hlerun síma í þágu rannsóknar refsimáls styddist við nægilega skýra lagaheimild. Ekki var að finna beina heimild í lögum fyrir því að rannsóknardómari veitti lögreglu heimild til símhlerunar við rannsókn brotamáls. Mannréttindadómstóllinn taldi að í því skilyrði að um takmörkun á réttindum sé mælt í lögum fælist, að það úrræði sem beitt var hefði einhverja stoð í landslögum og að gera yrði lágmarkskröfur til forms og efnis laga í réttamki - þ.e. að lögin séu aðgengileg almenningi og afleiðingar þeirra fyrir- sjáanlegar þeim sem þau varða (fors. 27). í samræmi við þau sjónarmið að það sé fyrst og fremst í verkahring dómstóla aðildarríkis að túlka og beita löggjöf landsins og að teknu tilliti til langvarandi réttarframkvæmdar, þar sem rannsóknardómarar veittu lögregluyfirvöldum heimild til símhlerunar með vísan til tiltekinna ákvæða franskra refsilaga, var það niðurstaða dómstólsins að aðgerðimar ættu stoð í löggjöf landsins. Hins vegar taldi dómstóllinn að frönsk löggjöf (lög og réttarframkvæmd) væri ekki nægilega skýr og fyrir- sjáanleg og veitti þegnunum því ekki þá vemd sem nauðsynleg væri í réttar- ríki. Þótt tekið væri undir það sjónarmið mannréttindanefndarinnar í for- sendum dómsins, að það væri ekki hlutverk dómstólsins að láta uppi álit um það hvort frönsk lög samrýmdust ákvæðum sáttmálans almennt (þ.e. án tillits til einstaks máls), þá var það þó talið felast í mati dómstólsins að ákvarða hvort lögin uppfylltu lágmarkskröfur um form og efni laga í lýðræðis- og réttarríki. Með dómi franskra dómstóla í máli Kruslin - sem byggðist að mestu á sönnunargögnum fengnum með símhlerunum - var franska ríkið því talið brotlegt gegn 8. gr. mannréttindasáttmálans og þar sem aðgerðimar voru ekki í samræmi við lög og uppfylltu því ekki fyrsta skilyrðið í 2. mgr. 8. gr. um réttmætar takmarkanir á friðhelgi einkalífs, þótti ekki ástæða til að kanna frekar röksemdir ríkisins fyrir nauðsyn aðgerða þessara.39 Þá telur mannrétt- indadómstóllinn það að jafnaði ekki í verkahring sínum að meta hvort ákvæðum laga sé rétt beitt, eða þau rétt skýrð, í ákvörðunum stjómvalda eða niðurstöðu dómstóla aðildarríkjanna40 Sama er að segja um það skilyrði að 39 Mál Kruslin gegn Frakklandi (dómur 24. apríl 1990), Series A vol. 176-A, fors. 31-33. 40 I máli Þorgeirs Þorgeirssonar gegn íslandi hélt Þorgeir því fram að refsing sú sem honum var dæmd fyrir ærumeiðandi aðdróttanir hefði ekki haft nægilega stoð í lögum og vísaði þar til sannfærandi rökstuðnings í sératkvæði eins dómara í dómi Hæstaréttar (Hrd. 1987 1280, 1281), þess efnis að ekki væru skilyrði til að refsa ákærða fyrir brot gegn 108. gr. almennra hegningarlaga, eins og ákæra var úr garði gerð (en Þorgeir var ákærður fyrir ærumeiðandi aðdróttanir á hendur lögreglumönnum í Reykjavík almennt). í dómi mannréttindadómstólsins var til þess vfsað að það væri fyrst og fremst hlutverk dómstóla aðildarríkja að að beita lands- lögum og skýra. Þá var það tekið fram, að það að dæma refsingu í máli Þorgeirs gæti rúmast innan orðalags 108. gr. almennra hegningarlaga og að dómafordæmi styddu þá niðurstöðu. Mannréttindadómstóllinn féllst því á að sú takmörkun á tjáningarfelsi sem fólst í refsidómi fyrir ærumeiðandi aðdróttanir væri í samræmi við lög. Dómstóllinn taldi á hinn bógin að ekki hefði verið sýnt fram á að sú takmörkun væri nauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi til að vernda mannorð eða réttindi annarra. (Þorgeir Þorgeirsson gegn Isiandi (dómur 25. júní 1992) Series A vol. 239, fors. 58.) 175

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.