Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Qupperneq 31

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Qupperneq 31
1. Viðmið um áhrifaríka mannréttindavemd: Miðað er við markmið og skýr- ingarsjónarmið sem tryggja að áhrif sáttmálans til tryggingar mannrétt- indum séu raunveruleg. 2. Jafnvægi milli grundvallarréttinda einstaklinga og almennra hagsmuna sé tryggt: Við túlkun sáttmálans og ákvörðun á tilgangi ákvæða hans er það sjónarmið ráðandi að fina meðalhóf almennra þjóðfélagshagsmuna og ein- staklingsbundinna réttinda sem sáttmálinn verndar og er meiri áhersla lögð á síðari þáttinn. 3. Lýðræðisleg viðmið. Lykilhugtak í mannréttindasáttmálanum er „lýðræðis- samfélag“ og miðar túlkunarstarf dómstólsins að því að meta hvort löggjöf eða réttarframkvæmd aðildarríkis, sem takmarkar að einhverju leyti vemd- uð grundvallarréttindi, sé nauðsynleg í lýðfrjálsu samfélagi. 4.2.5 Mótandi skýring (evolutive interpretation) í mótandi skýringu (e. evolutive interpretation) felst að túlkunin tekur mið af breyttum aðstæðum, sem ekki voru fyrir hendi þegar sáttmálinn var gerður og kallar því á að ákvæðin séu skýrð þannig að þau gangi lengra en þeim var í upphafi ætlað. Hugmyndin að baki slíkri skýringu er að hrein textaskýr- ing eða skýring sem tekur mið af upprunalegri merkingu ákvæðanna hljóti að vrkja fyrir þeirri niðurstöðu sem síðar leiðir af breyttum hugmyndum og aðstæðum. A tímabili beitti mannréttindadómstóllinn mótandi skýringu í þeim mæli að gagnrýni sætti og var talið að dómstóllinn hefði tekið sér löggjafar- vald sem ekki væri í verkahring hans.50 Því hefur verið haldið fram að í kjölfar þessarar gagnrýni og skoðanaskipta innan dómstólsins hafi mátt greina breytingu á framkvæmdinni og að þau sjónarmið hafi síðan komið fram í dómum dómstólsins, að þótt ákvæði sáttmálans yrði að túlka í ljósi breyttra aðstæðna, væri ekki hægt að slá föstum með túlkun nýjum réttindum, sem ekki hefði verið gert ráð fyrir í upphafi, sérstaklega ef þau réttindi voru 50 Dæmi um mál þar sem mótandi skýringu var beitt er umdeildur dómur mannréttindadóm- stólsins í máli Marckx gegn Belgíu (dómur 13. mars 1979) Series A vol. 31. Ágreiningur kom upp um beitingu mótandi skýringar innan dómstólsins sjálfs og komu sjónarmið um réttmæti þessa skýringarsjónarmiðs m.a. fram f sérákvæðum í dómum dómstólsins, sjá t.d. sérákvæði í málunum Feldbrugge, Series A vol. 99 og Deumeland Series A vol. 100 (dómar 29. maí 1986). í máli Feldbrugge reyndi á skýringu á 1. mgr. 6. gr. sáttmálans um afmörkun borgara- legra réttinda, þ.e. hvort áfrýjunamefnd gæti talist tryggja réttláta málsmeðferð í máli sem varðaði heilbrigðistryggingu (sem taldist til almannatrygginga í viðkomandi rfki), og hvort ákvæði sáttmálans um réttláta málsmeðferð einkamáls ætti við. I sérákvæðinu segir (fors. 24): „An evolutive interpretation allows variable and changing concepts already contained in the Convention to be construed in the light of modem-day conditions, [...] but it does not allow entirely new concepts or spheres of application to be introduced into the Convention: that is a legislative function that belongs to the member States of the Council of Europe". 179
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.