Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Qupperneq 32

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Qupperneq 32
skýrlega undan skilin við samningsgerðina.51 í málinu Johnston o.fl. gegn Irlandi (1986) komst dómstóllinn þannig að þeirri niðurstöðu að 12. gr. mannréttindasáttmálans, sem tryggir rétt manna til að ganga í hjónaband, yrði ekki túlkuð svo að réttur til hjónaskilnaðar fælist í greininni.52 Hins vegar má nú vísa til dóms mannréttindadómstólsins í máli Sigurðar A. Sigurjónssonar, þar sem svo virðist sem dómstóllinn beiti mótandi skýringu, og beiti ákvæði 11. gr. mannréttindasáttmálans rýmra en svo að talið verði til túlkunar- sjónarmiða 53 Þar koma þó einnig til önnur sjónarmið og er þunginn í rök- semdafærslu dómstólsins, auk mótandi skýringar á 11. gr. sáttmálans, saman- burðar- og tilgangsskýring við ákvæði annarra alþjóðlegra samninga. Tekið er fram í forsendum dómsins að neikvætt félagafrelsi felist í greininni, en að ekki sé nauðsynlegt að slá því föstu hvort neikvæðu félagafrelsi verði að öllu leyti jafnað til jákvæðs félagafrelsis. Eins og aðstæðum var háttað í máli Sigurðar A. Sigurjónssonar og með vísan til þess að skylda til aðildar að til- teknu stéttarfélagi, sem ekkert val var um, var ákveðin með lögum, og varðaði missi starfsréttinda ef út af var brugðið, og með vísan til þess að slíkri skyldu væri ekki fyrir að fara í meirihluta aðildarríkja að mannrétt- indasáttmálanum, og færi auk þess gegn þeirri þróun sem orðið hefði á al- þjóðavettvangi í þá átt að tryggja neikvætt félagafrelsi, m.a. innan Evrópu- ráðsins og Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, og loks með skírskotun til 9. og 10. gr. sáttmálans sem vernda skoðana- og tjáningafrelsi, komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn 1. mgr. 11. gr. mann- réttindasáttmálans. í mati sínu á því, hvort sú takmörkun á frelsi til félags- aðildar sem af þessari skipun leiddi vísaði dómstóllinn enn til þess, að skylda til félagsaðildar hefði verið ákveðin í lögum og að slíkt væri sjaldgæft í sam- félagi aðildarríkja að sáttmálanum. Rök íslenska ríkisins fyrir takmörkunum þessum, svo sem um hlutverk stéttarfélags sem eftirlits- og framkvæmdaraðila, voru talin eiga við í málinu, en voru ekki talin nægilega sterk til að réttlæta þá takmörkun sem um var að ræða. Var takmörkunin því talin ganga lengra en nauðsynlegt væri til að ná þeim lögmætu markmiðum sem að var stefnt. Niðurstaða meirihluta dómsins var því að brotið hefði verið gegn 11. gr. sátt- málans.54 51 Francois Ost: „Original Canons of Interpretation..'1, bls. 302. 52 Johnston o.fl. gegn írlandi (dómur 18. desember 1986) Series A vol. 112. í niðurstöðu meirihlutans segir: „It is true that the Convention and its Protocols must be interpreted in the light of present-day conditions. [...] However the Court cannot, by means of an evolutive interpretation, derive from these instruments a right that was not included therein at the outset. This is particularly so here, where the omission was deliberate". (fors. 53). 53 Sjá gagnrýni Sigurðar Lindal: „Mannréttindadómstóll Evrópu tekur sér lagasetningarvald". Morgunblaðið (81) 29. september 1993. 54 Sigurður Á. Sigurjónsson gegn íslandi (dómur 30. júní 1993) Series A vol. 264, fors. 35- 36. 180
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.