Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Síða 34

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Síða 34
Samanburðarskýring hefur skipt nokkru máli í réttarframkvæmd mann- réttindadómstólsins, þó e.t.v. einkum með neikvæðum hætti, þ.e. að það að ekki sé fyrir að fara samræmi eða samnefnara milli hinna einstöku aðildarríkja, t.d. að því er lýtur að siðferðilegum álitaefnum, leiði til þess að ríkin hafi rýmra mat um nauðsyn aðgerða en ella, eða að ekki verði hróflað við mati þeirra.55 Leiða má getum að því að samanburðarskýring hafi nú meira vægi en áður, eftir því sem sjónarmið um sameiningu Evrópuríkja, m.a. innan Evrópusambandsins hafa meira vægi, og eftir því sem það verður opinskárra markmið stofnana Evrópuráðsins að stuðla að sameiningu Evrópu. Má hér t.a.m. vísa til rökstuðnings mannréttindadómstólsins í máli Sigurðar A. Sigur- jónssonar, þar sem mikil áhersla er lögð á það, að skipan, eins og sú sem um var fjallað, tíðkist ekki í meirihluta aðildarríkjanna og vegur þessi röksemd þungt í forsendum dómsins fyrir þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi brotið gegn 11. gr. mannréttindasáttmálans.56 55 í máli Handyside gegn Bretlandi, Series A voi. 24, var það tekið fram að ekki væri fyrir að fara óumdeildum mælikvarða á siðíerði í rétti aðildarlanda sáttmálans og leiddi það til þess að viðurkenna yrði rýmra svigrúm aðildarríkis til að meta nauðsyn aðgerða en annars væri (fors. 48). Með sama hætti viðurkenndi mannréttindadómstóllinn svigrúm aðildarríkis til mats varðandi löggjöf um þjóðfélagsstöðu og skráningu kynskiptinga í málunum Rees gegn Bretlandi (dómur 17. október 1986) Series A vol. 106 og Cossey gegn Bretlandi (dómur 27. september 1990) Series A vol. 184. í niáli Rees gegn Bretlandi var það tekið fram að löggjöf í aðildarlöndunum væri mjög mismunandi um þetta efni - og samstaða eða samræmi í löggjöf aðildarríkjanna engin. Því yrði að viðurkenna svigrúm aðildarríkis til mats að því er þetta málefni varðaði (fors. 37). í máli Cossey vísaði dómstóllinn til fordæmis síns í máli Rees, og vísaði enn til þess að ekki væri samstaða meðal aðildarríkjanna um þetta efni. Var ríkið því talið njóta víðtæks svigrúms til mats, og var ekki talið að brotið hefði verið gegn 8. gr. mannréttindasáttmálans (fors. 40). Því var þó lýst í forsendum dómsins að dómstólnum væru ljós þau alvarlegu vandamál og óhagræði sem kynskiptingar stæðu frammi fyrir og að nauðsynlegt væri að endurskoða löggjöf um stöðu þeirra (fors. 42). í máli B gegn Frakklandi (dómur 25. mars 1992) Series A vol. 232 komst meirihluti mannréttindadómstólsins hins vegar að þeirri niðurstöðu að franska ríkið hefði brotið gegn rétti B, með því að lög viðurkenndu ekki breytta þjóðfélagsstöðu B eftir kynskiptiaðgerð. Það var þó tekið fram í forsendum dómsins, að ekki væri enn fyrir að fara nægilegri samstöðu í rétti aðildarríkja sáttmálans til að víkja almennt frá þvf fordæmi sem Rees og Cossey gæfu, en dómstóllinn taldi mun á löggjöf landanna réttlæta niðurstöðu í þessu máli, þar sem aðstaða B, samkvæmt frönskum lögum, væri verulega íþyngjandi (sjá einkum fors. 48 og 63). í málum sem varða réttindi sam- kynhneigðra hefur mannréttindadómstóllinn vísað til þeirra breytinga sem orðið hafa á viðhorfum til samkynhneigðra í aðildarlöndum sáttmálans og í máli sem laut að írskri löggjöf var vi'sað til þess að í meirihluta aðildarríkja væri ekki lengur talin nauðsyn á refsiviðurlögum við háttsemi sam- kynhneigðra. írsk refsilöggjöf var því talin bqóta gegn þeirri vemd einkalífs sem 8. gr. mann- réttindasáttmálans tryggir, sbr. Dudgenon gegn Bretlandi (dómur 22. október 1981) Series A vol. 45 og Norris gegn írlandi (dómur 26. október 1988) Series A vol. 142. 56 Sigurður Á. Sigurjónsson gegn íslandi Series A vol. 264, fors. 35 og fors. 41, þar sem segir m.a.: „He was thus subjected to a form of compulsion which, as already stated, is rare within the community of Contracting States and which, on the face of it, must be considered incompatible with Article 11“. 182

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.