Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Page 37

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Page 37
lýðræðissamfélagi sé það hlutverk löggjafans að túlka og fylla stefnuyfirlýs- ingar þær sem felast í ákvæðum stjórnarskrár. Sú lausn sem virðist gert ráð fyrir í tillögum nefndarinnar í greinargerð með frumvarpi til laga nr. 62/1994, um áhrif lögtöku mannréttindasáttmálans á túlkun íslenskra laga - þ.m.t. stjórnarskrárinnar, er hins vegar enn nokkuð sér- kennileg. í greinargerðinni segir:60 Þrátt fyrir [það að ákvæði mannréttindasáttmálans eru ekki lögtekin sem stjómlög] er ekki hægt að gefa sér að yngri lög gætu vikið til hliðar ákvæðum mannréttindasáttmálans ef þetta frumvarp yrði að lögum. í því sambandi verður að minnast þess að samþykkt þessa fmmvarps mundi óhjákvæmilega orka þannig á skýringu núgildandi reglna stjómarskrárinnar að yngri lög, sem kynnu að stangast á við ákvæði mannréttindasáttmálans, kynnu um leið að teljast stríða gegn stjómarskránni eins og hún yrði skýrð í framtíðinni. Sú fyrirsögn sem hér er varpað fram virðist efnislega gera ráð fyrir beinum áhrifum mannréttindasáttmálans á túlkun dómstóla á ákvæðum stjórnarskrár. Eg tel tvímælalaust að breyting á ákvæðum stjórnarskrárinnar sé eðlilegri leið til að samræma mannréttindaákvæði stjórnarskrár nýjum viðhorfum og þjóð- réttarlegum skuldbindingum. Er rétt að ítreka það að lögtaka mannréttinda- sáttmálans felur ekki í sér sjálfvirk svör við fræðilegum og efnislegum spurn- ingum og álitaefnum sem taka þarf afstöðu til, m.a. um þá vemd sem tryggð er með mannréttindaákvæðum íslensku stjórnarskrárinnar. Hins vegar verða breytingar á lögum, og eftir atvikum stjómarskrá, svo og túlkunarsjónarmið sem beitt er að taka mið af samningsskuldbindingum ríkisins að þjóðarétti og meginreglum um jafnvægi hagsmuna ríkisins eða al- mennings annars vegar og grundvallarréttinda einstaklinga hins vegar, svo og meðalhófsreglu þeirri sem sjónarmið um mannréttindavernd eru byggð á. Það er þannig ljóst að tilvitnuð skýringarregla Hæstaréttar í Hrd. 1988 1534 um að lagaákvæði sem takmarka mannréttindi verði að vera skýr fullnægir ekki þeim kröfum sem gera verður til mats æðsta dómstóls landsins á aðstæð- um og ákvæðum um vemd grundvallarmannréttinda. Samkvæmt viðmiðum sem lögð eru til grundvallar í réttarframkvæmd stofnana Evrópuráðsins verður réttmæt takmörkun á grundvallarréttindum manna að vera byggð á laga- heimild, stefna að lögmætu marki og ganga ekki lengra í skerðingu á réttindum borgaranna en nauðsynlegt er til að hinu lögmæta markmiði verði náð. Hver áhrif lögtaka mannréttindasáttmálans mun hafa á réttarframkvæmd verður ekki fullyrt á þessu stigi. Það ræðst væntanlega mjög af framkvæði löggjafans að samræma löggjöf hverju sinni ákvæðum mannréttindasáttmálans og frumkvæði dómstóla og stjórnvalda við úrlausn einstakra mála hver áhrif ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu koma til með að hafa á lög og laga- 60 Alþt. 1993, A-deild, bls. 800. 185

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.