Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Síða 40

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Síða 40
semdir sem byggja á mannréttindasáttmálanum hafa við úrlausn dómsmáls. Má enn vísa til lögskýringarreglu Hæstaréttar í Hrd. 1988 1532. í fræðilegu umhverfi vildarréttarins má kalla það eðlilega túlkun á dómi Hæstaréttar Islands, að bæta mætti úr (mögulegu) broti á ákvæðum mannréttindasáttmál- ans með því að lögfesta skýra heimild til að ganga gegn þessum réttindum - og taka af allan vafa, svo sem gert var í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli þessu. 1 ljósi þjóðréttarlegra skuldbindinga reyndist sú niðurstaða ekki heillavænleg. 5. LOKAORÐ í grein þessari hef ég leitast við að sýna fram á nokkrar afleiðingar rótgró- inna hugmynda vildarréttarins í íslenskum rétti og nauðsyn þess að laga fræði- lega urnræðu og skilning á lögum og réttarframkvæmd að lagalegum raunveru- leika, fremur en að reyna að þvinga nýjan raunveruleika inn í fastmótað hug- takakerfi liðins tíma. Ég hef sérstaklega reynt að sýna fram á að óheft vildar- réttaráhersla, í lagasetningu og réttarframkvæmd, samrýmist illa þeim þjóðrétt- arlegu skuldbindingunr sem íslenska ríkið hefur tekið á sig með fullgildingu Mannréttindasáttmála Evrópu og nú síðast með lögtöku sáttmálans með lög- um nr. 62/1994. Það er mikilvægt að lögtaka Mannréttindasáttmála Evrópu snúist ekki upp í andhverfu sína; að menn telji ekki verkið unnið við upphaf þess. Það að lögfesta ákvæði mannréttindasáttmálans hefur litla sjálfstæða þýðingu. Það er framkvæmdin sem skiptir máli, lagaframkvæmdin og lögskýringin. Með sama hætti og það er framkvæmd stofnana Evrópuráðsins sem skiptir meginmáli um þýðingu sáttmálans að þjóðarétti - og í landsrétti aðildarrrkjanna - er það framkvæmdin hér á landi sem kemur til með að skipta meginmáli um það hvort lagasetning með lögum nr. 62/1994 verður marklaus eða ekki. Án þess að efnið hafi verið ítarlega rætt fræðilega hér á landi kemur nú beint til kasta þeirra sem fara með framkvæmdina, dómara. stjórnsýsluhafa og að sjálf- sögðu löggjafans. Við það starf er óhjákvæmilegt að líta til réttarframkvæmd- ar stofnana Evrópuráðsins, einkum túlkunar Mannréttindadómstóls Evrópu á ákvæðum mannréttindasáttmálans, og hef ég reynt að sýna fram á nauðsyn þess og réttmæti, þegar litið er til þess að íslenska ríkið hefur að þjóðarétti skuldbundið sig til að tryggja þegnum sínum þá vemd sem tryggð er með sáttmálanum og undirgengist það eftirlitsvald, sem byggt hefur verið upp sem stofnanaþáttur mannréttindasáttmálans. Ég hef sérstaklega reynt að sýna fram á að ákvæði 2. gr. laga nr. 62/1994, eins og ákvæðið er lagt upp í greinargerð þeirri sem fylgdi frumvarpi til laganna, fær illa staðist, en getur í rnesta lagi haft táknrænt gildi. Þótt þjóðréttarlegar skuldbindingar hafi að nokkru kallað á endurskoðun dómstóla á rótgrónum kenningum um valdmörk dómsvalds og löggjafarvalds og lögtaka mannréttindasáttmálans leiði til þess að dómstólum beri, í einstök- um málum, að meta hvort brotið sé gegn ákvæðum sáttmálans í löggjöf eða réttarframkvæmd, verður það þó að teljast eðlilegast í lýðræðissamfélagi að 188

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.