Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Page 44
Með siðakröfum á ég við þá víðtæku merkingu hugtaksins sem hefur að
geyma allar kröfur sem rekja má til siðamats eða siðfræði. Það má orða þannig
að miðað sé við þær vísireglur sem byggjast á góðu/vondu eða eftir því sem
við á sæmandi/ósæmandi og það mat sé byggt á viðurkenningu á nokkrum
gildum sem hafa sérstaka þýðingu eftir því sem við á og er almennt viður-
kennt. Alþjóðlegar siðakröfur eru kröfur sem gert er ráð fyrir að séu virtar
óháð landamærum.
Það er ekki óþekkt fyrirbrigði í umræðum þeirra sem vinna innan refsi-
vörslunnar, að það viðhorf skjóti upp kollinum að vandlifað sé nú á tímum
þegar ætlast er til þess að í störfum sé tekið tillit til „óviðráðanlegs“ fjölda
af skráðum og óskráðum siðareglum. Ég er ekki viss um að allir geri sér grein
fyrir því að margar af þessum reglum eiga rætur sínar að rekja til alþjóðlegra
stofnana eða eru mótaðar á alþjóðlegum fundum eða ráðstefnum. Hér á landi,
sem og víðar, eru það ekki óþekkt viðbrögð að óskýr og fjarlægur uppruni
siðareglnanna hafi þau áhrif að menn telja þessar reglur óþarfar í daglegum
störfum sínum þar sem þær taki ekki tillit til hinna sérstöku aðstæðna sem
ríkja hér á landi og viðkomandi þekkja betur en allir aðrir.
A undanförnum árum og áratugum hefur á alþjóðlegum vettvangi verið vax-
andi umræða um mannréttindi og vernd þeirra. Auknar kröfur eru gerðar til
einstakra ríkja um að virða grundvallarreglur um réttindi borgaranna. Bindandi
þjóðréttarsamningum á sviði mannréttinda fer fjölgandi sem og alþjóðlegum
ályktunum um siðrænar kröfur varðandi störf þeirra starfsstétta sem vinna með
þá einstaklinga sem sæta frjálsræðissviptingu sem og ályktunum um meðferð
slíkra einstaklinga.
Hér verða ekki taldir upp allir þeir samningar eða ályktanir sem við er átt,
en nokkur dæmi nefnd. Af bindandi samningum má nefna Evrópuráðssamning
um verndun mannréttinda og mannfrelsis, alþjóðasamning um borgaraleg og
stjómmálaleg réttindi, alþjóðasamning um vamir gegn pyndingum o.fl. og
samning um réttindi barna. Sem dæmi um ályktanir má nefna evrópskar fang-
elsisreglur, ályktun Evrópuráðsins um gæsluvarðhaldsfanga, ályktun Evrópu-
ráðsins um stöðu, endurhæfingu og þjálfun starfsmanna í fangelsum, reglur
Sameinuðu þjóðanna um vemd ungmenna sem svipt eru frjálsræði og svona
mætti lengi telja. Þessar ályktanir eru ekki þjóðréttarlega bindandi, en í þeim
felast tilmæli til einstakra ríkisstjórna um að efnisreglur þeirra verði teknar
upp í lög, reglur og önnur starfsfyrirmæli.
I umræðum á alþjóðlegum vettvangi undanfarin ár hefur m.a. verið í auknum
mæli fjallað um með hvaða hætti unnt er að tryggja að grundvallarmannrétt-
indi og siðareglur séu virtar í einstökum ríkjum og með hvaða hætti sé hægt
að þrýsta á ríki að breyta lögum og framkvæmd í þeim tilvikum að ekki er
talið að þau framfylgi viðurkenndum grundvallarreglum. í þeim tilgangi að
fylgja því eftir að ríki heims framfylgi alþjóðlegum skyldum á þessu sviði
hafa verið sett upp nokkur alþjóðleg eftirlitskerfi sem þó hafa mismunandi
tilgang og þýðingu. Má þar til nefna skýrslugjöf til og yfirheyrslu fulltrúa
192