Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Qupperneq 45

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Qupperneq 45
einstakra ríkja hjá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna, umfjöllun hjá Mannréttindanefnd og Mannréttindadómstól Evrópu um kærur frá einstakling- um eða ríkjum. Síðast en ekki síst ber að nefna nýjasta eftirlitskerfið sem sett var á fót með stofnun Evrópunefndar um varnir gegn pyndingum o.fl. Fulltrúar þeirrar nefndar heimsækja einstök ríki og þá staði þar sem frjálsræðissviptir menn eru vistaðir, eiga viðtöl við þá, kanna aðbúnað á viðkomandi stöðum og þær lagalegu og stjómarfarslegu forsendur sem frjálsræðissvipting er byggð á. Alþjóðlegar kröfur sem fram koma í bindandi þjóðréttarsamningum og al- þjóðlegum ályktunum hafa á síðustu árum í vaxandi mæli haft áhrif á þróun laga og reglna um þá sem sæta frjálsræðissviptingu. Sem dæmi um slíkt má nefna að ýmsar af þeim breytingum sem gerðar voru á réttarstöðu handtekinna manna í lögum um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 eiga rætur sínar að rekja til skuldbindinga í alþjóðlegum samningum og tilmæla í alþjóðlegum ályktunum. Margar af þeim reglum sem fram koma í reglugerð um gæslu- varðhaldsvist og varða réttarstöðu gæsluvarðhaldsfanga eiga sér sama bak- grunn. Ég tel að á næstu árum eigi alþjóðlegar kröfur eftir að hafa enn meiri áhrif á réttarþróun og framkvæmd hér á landi en hingað til. Ástæðuna tel ég vera aukið alþjóðlegt aðhald og vilja valdhafa til að sæta slíku aðhaldi, sem m.a. kemur fram í stofnun Evrópunefndar um vamir gegn pyndingum o.fl. Það eftirlitskerfi sem sett var upp með þeirri nefnd, þ.e.a.s. heimsóknir fulltrúa nefndarinnar til einstakra landa til eftirlits og skoðunar og í kjölfar þeirra ná- kvæm skýrslugjöf - jafnvel smásmuguleg - er og verður á næstunni grund- völlur umræðu og frekari þróunar hér á landi sem og annars staðar bæði í löggjöf og í framkvæmd. Hér verður ekki gerð grein fyrir efnisinnihaldi þeirra fjölmörgu siðareglna sem um er fjallað í alþjóðlegum samningum og ályktunum, með þeirri undan- tekningu að gerð verður grein fyrir nokkrum atriðum sem fram komu í skýrslu Evrópunefndar um vamir gegn pyndingum o.fl. til íslenskra stjórnvalda í kjölfar heimsóknar fulltrúa nefndarinnar hingað til lands í júlí 1993. Evrópunefndin um varnir gegn pyndingum leggur í skýrslum sínum mikla áherslu á þrenns konar réttindi manna sem lögregla hefur handtekið. Þessi atriði eru að handtekinn maður eigi rétt á að skýra nánum vandamanni eða öðrum þriðja aðila að eigin vali frá handtöku sinni, að hann eigi rétt á aðstoð lögmanns og að hann eigi rétt á læknisskoðun hjá lækni að eigin vali. Lögð er áhersla á að þessi réttindi eigi handtekinn maður þegar við handtöku. Þar sem við íslendingar teljum okkur búa í réttarríki skyldi mega ætla að þær kröfur sem Evrópunefndin um varnir gegn pyndingum telur grundvallarreglur, séu uppfylltar hér á landi. Svo er ekki að öllu leyti svo sem síðar verður gerð grein fyrir. íslenskir stjómmálamenn vilja - að minnsta kosti í orði - á alþjóðavettvangi vera leiðandi í baráttu fyrir vernd grundvallarmannréttinda. Til þess að vera trúverðugir í baráttu fyrir mannréttindum almennt verða viðkomandi aðilar 193
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.