Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Page 53

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Page 53
Bæði Sameinuðu þjóðirnar og Evrópuráðið hafa, auk stóru sáttmálanna, samþykkt ályktanir, yfirlýsingar, tilmæli og fleira þessu líkt með öðrum nöfn- um. Sumt af því, sem þar hefur komið fram í áranna rás, hefur síðan orðið að ákvæðum í sáttmálum. Ýmislegt í yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá 1959 um réttindi bama er t.d. nú í bamasáttmálanum frá 1989. Geta ber einnig „Lágmarksstaðla S.Þ. um réttarfar í málum barna og ungmenna" (UN Standard Minimum Rules for the Administration of Juvenile Justice), sem kallast „Peking reglumar“ og samþykktar voru á allsherjarþinginu 1985. Þar er lögð á það áhersla, að þeir sem fara með þessi mál séu sérfróðir menn og að þeir skuli hafa mjög frjálsar hendur, m.a. til að víkja frá málsmeðferðarreglum og ljúka málum á einfaldan hátt. Þó skal virða almennar réttarfarsreglur. Að- standendur sakaðra bama skulu eiga þess kost að fylgjast með meðferð mála. Persónu hins grunaða ungmennis skal sýnd virðing og við úrlausn máls skal hyggja að aðstæðum öllum. Reglur þessar eru ekki þjóðréttarsamningur. EVRÓPURÁÐIÐ I 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu segir (lög nr. 62/1994): 1. Þegar kveða skal á um réttindi og skyldur manns að einkamálarétti eða um sök, sem hann er borinn um refsivert brot, skal hann eiga rétt til rétt- látrar og opinberrar málsmeðferðar innan hæfdegs tíma fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Sé skipan hans ákveðin með lögum. Dóm skal kveða upp í heyranda hljóði, en banna má fréttamönnum og almenningi aðgang að réttarhöldunum að öllu eða nokkru af siðgæðisástæðum eða með tilliti til allsherjarreglu eða þjóðaröryggis í lýðfrjálsu landi eða vegna hagsmuna ungmenna eða verndar einkalífs málsaðila eða, að svo miklu leyti sem dómstóllinn telur brýna nauðsyn bera til, í sérstökum tilvikum þar sem opinber frásögn mundi torvelda framgang réttvísinnar. 2. Hver sá sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus uns sekt hans er sönnuð að lögum. 3. Hver sá sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi skal eigi njóta minni réttar en hér greinir: a. Hann fái án tafar, á máli sem hann skilur, vitneskju í smáatriðum um eðli og orsök þeirrar ákæru sem hann sætir. b. Hann fái nægan tíma og aðstöðu til að undirbúa vörn sína. c. Hann fái að halda uppi vörnum sjálfur eða með aðstoð verjanda að eigin vali. Hafi hann ekki nóg fé til að greiða lögfræðiaðstoð skal hann fá hana ókeypis ef það er nauðsynlegt vegna réttvísinnar. d. Hann fái að spyrja eða láta spyrja vitni sem leidd eru gegn honum. Séð skal um að vitni, sem bera honum í vil, komi fyrir dóm og séu spurð á sama hátt og þau vitni sem leidd eru gegn honum. e. Hann fái ókeypis aðstoð túlks ef hann skilur hvorki né talar mál það sem notað er fyrir dómi. 201

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.