Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Page 59

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Page 59
formaðurinn öllum þeim sem starfað höfðu fyrir félagið á starfsárinu störf þeirra. Formaðurinn vék því næst að hugmyndinni um umræðuhópa, sem kynnt var á aðalfundi fyrir ári síðan, hópa lögmanna um einstök lögfræðileg áhugasvið. Taldi hann að slíkt starf yrði mjög auðgandi fyrir félagsmenn. Jafnframt gat hann þess að ekki hefði unnist tími til að hrinda þessari starfsemi í framkvæmd. Þessu næst gerði formaðurinn grein fyrir Lögmannavaktinni, sem kynnt hafði verið á almennum félagsfundi í október og fengið þar mjög góðar undir- tektir. Formaðurinn bar til baka orðróm um að enginn félagsfundur hefði verið haldinn um Lögmannavaktina og ákvarðanir um hana ekki verið teknar með eðlilegum hætti. Sérstök nefnd var skipuð til að kanna möguleikann á því að koma á fót Lögmannavaktinni og sátu í henni Gísli Baldur Garðarsson hrl. og Atli Gíslason hrl., auk formanns félagsins. Formaðurinn gat þess að starf- semi Lögmannavaktarinnar hefði hafist snemma í febrúar 1994 og mætti vart sjá hvorir tækju henni betur, almenningur eða lögmenn. Gat hann þess jafn- framt að fjölmiðlar hefðu sýnt þessu framtaki mikinn áhuga. Formaðurinn gerði grein fyrir stofnun Mannréttindaskrifstofunnar, en Lög- mannafélagið væri einn af stofnendum þeirrar skrifstofu, auk Islandsdeildar Amnesty Intemational, Bamaheilla, Biskupsstofu, Félags Sameinuðu þjóðanna á íslandi, Hjálparstofnunar kirkjunnar, Kvenréttindafélags íslands, Rauða Krossins og Skrifstofu jafnréttismála. Markmið Mannréttindaskrifstofunnar væri að safna upplýsingum og dreifa þeim, og veita fræðslu um mannréttinda- mál og rannsóknir á sviði mannréttindamála. Formaðurinn vék því næst að tengslum stjómarinnar við félagsmenn og sagði að í starfi stjómarinnar hafi verið lögð áhersla á að auka þau sem mest. Þannig hefði t.d. verið tekin upp sú regla að formaður stjómarinnar ritaði leiðara í fréttabréf L.M.F.Í. Jafriframt ætti hugmyndin að umræðuhópunum sér sömu rætur að hluta. Formaðurinn gerði að umtalsefni frumvarp tii laga um breytingar á lögum um málflytjendur, sem lagt hafði verið fyrir Alþingi. Hefði Gestur Jónsson hrl. verið tilnefndur af félagsins hálfu í nefnd þá, sem samdi frumvarpið. Ljóst væri að ýmsir gallar væru á frumvarpinu og hefði það meðal annars komið fram á almennum félagsfundi, sem nýlega hefði verið haldinn um frumvarpið. Meðal annars hefði verið rædd sú hugmynd að flytja agavald stjórnarinnar yfir í aðra stofnun, t.d. lögmannadóm. Kvað formaðurinn afstöðu félagsins til frumvarpsins vera eitt helsta mál stjórnarinnar á allra næstu vikum. Formaðurinn vék þessu næst að bættri ímynd lögmannastéttarinnar. Nefndi hann að sagt hefði verið á aðalfundi félagsins í íyrra, að eitt af markmiðum stjómarinnar væri að bæta ímynd lögmanna. Hefði verið reynt að koma því á lfamfæri, að þau áföll, sem félagið hefði orðið fyrir undanfarið, hefðu verið und- antekningartilfelli. ímynd lögmannastéttarinnar færi batnandi og stafaði það meðal annars af því hvemig félagið hefði haldið á þessum málum. Nefndi hann í þessu sambandi einnig fræðslumálin, Lögmannavaktina og Mannréttindaskrif- stofuna, en félagið hefði tekið virkan þátt í undirbúningi að stofnun hennar. 207

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.