Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Qupperneq 60

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Qupperneq 60
Að lokum sagði formaðurinn að tækist lögmönnum að halda áfram á þeirri braut, sem félagið hefði markað og tækist að sýna að þeir standi saman sem ein heild, þá væri hann ekki í vafa um að staðan myndi batna enn og væri það öllum í hag, ekki síst réttarþróuninni og réttarörygginu í landinu. Að lok- um þakkaði formaðurinn áheymina og lauk máli sínu. Þórunn Guðmundsdóttir hrl. formaður kjaranefndar, gerði grein fyrir störfum nefndarinnar, en á starfsárinu hélt hún 5 fundi. Helsta verkefni nefndarinnar var að fara yfir framkomnar tillögur að nýrri gjaldskrá félagsins, sem gerðar voru í kjölfar gildistöku nýju samkeppnislaganna. Einnig hefði verið til um- ræðu innan nefndarinnar á hvern hátt félagið gæti liðsinnt félagsmönnum við hagstæð kaup á ýmsum rekstrarvörum og skrifstofubúnaði, kaup á vátrygg- ingum o.fl. Formaður kjaranefndar sagðist ætla að hætta störfum nú og þakk- aði meðnefndarmönnum sínum samstarfið. Magnús Thoroddsen hrl. formaður laganefndar, flutti skýrslu nefndarinnar. Sagði hann að nefndin hefði haft ærinn starfa á starfsárinu. Hefði hún fengið 30 lagafrumvörp og þingsályktunartillögur og drög að frumvörpum til um- sagnar. Meðal frumvarpa, sem laganefndin hefði fjallað um, væru frumvarp til laga um samningsveð, frumvarp til laga um fjöleignarhús, frumvarp til laga um Mannréttindasáttmála Evrópu, frumvarp til laga um viðamiklar breytingar á hlutafélagalögunum, frumvarp til laga um umboðsmann barna og breytingar- tillögur á einkamálalögunum, lögunum um meðferð opinberra mála og lögum um Hæstarétt íslands. Viðar Már Matthíasson hrl. tók því næst til máls og gerði grein fyrir störfum bókasafnsnefndar. Vísaði hann til skriflegrar skýrslu nefndarinnar, sem lögð hafði verið fyrir aðalfundinn. Stefna nefndarinnar í bókakaupum hefði verið að leitast við að kaupa nýjar og nýlegar íslenskar og norrænar lögfræðibækur á sem flestum sviðum réttarins. Einnig hefði verið leitast við að kaupa aðrar erlendar bækur, ef þær hefðu sérstaka þýðingu. Akvarðanir um bókakaup hefðu almennt verið teknar af nefndarmönnum, en aðstoðar hafi verið leitað hjá Magnúsi Kjartani Hannessyni lektor um rit varðandi flutninga- og versl- unarrétt. Keyptar hefðu verið 140 bækur á árinu, en nú væru um 1.073 bóka- titlar skráðir í eigu safnsins. Fram kom að rekstur bókasafnsnefndar árið 1993 hefði kostað 98.750 krónur, en lang stærsti hluti þeirrar fjárhæðar hefði farið til útgáfu bókaskrár, sem kom út í maí 1993. Skráin hefði verið send öllum félagsmönnum og auðveldaði hún lögmönnum og fulltrúum þeirra notkun safnsins. Formaður bókasafnsnefndar benti á að upphafleg fjárveiting til safnsins væri uppurin og hefði nefndin því lagt fram fjárhagsáætlun vegna ársins 1994, þar sem meðal annars væri gert ráð fyrir kaupum á bókum og öðru efni fyrir 900.000 krónur, bókbandi fyrir 300.000 krónur og öðrum kostn- aði fyrir 570.000 krónur. Formaður bókasafnsnefndarinnar óskaði eftir um- tjöllun fundarmanna um mál þetta, svo að hægt væri að taka mið af vilja þeirra við endanlega ákvörðun. Þá var greint frá því að keypt yrði geisladisk- drif fyrir tölvu bókasafnsins svo að hægt væri að lesa af geisladiskum, en æ 208
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.