Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Page 70

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Page 70
og útgáfu þess. Hverjum þeirra var afhent eintak Lögfræðingatals í þakklætis- skyni. Sigurður Líndal flutti við þetta tækifæri mjög fróðlegt erindi um fyrri lög- fræðingatöl en hann skrifaði tvær ritgerðir í hina nýju útgáfu og fjallaði í annarri um störf málflytjenda og lögmanna en í hinni um nám og menntun lögfræðinga á árunum 1975 til 1993. Fyrsti vísir að íslensku lögfræðingatali varð til seint á 19. öld þegar Magnús Stephensen landshöfðingi tók saman skrá um Islendinga, sem lokið höfðu laganámi frá Hafnarháskóla. Önnur útgáfa Lögfræðingatals kom út árið 1910 í samantekt Klemensar Jónssonar landritara. Sonur hans Agnar Kl. Jónsson ráðuneytisstjóri stóð síðan þrisvar sinnum að útgáfu Lögfræðingatals, árin 1950, 1963 og 1976. Lögfræðingatal hið nýja er hið vandaðasta að allri gerð og er ritstjóra, ritnefnd og Lögfræðingafélagi íslands til mikils sóma. Kristín Briem Stjórn Lögfrœðingafélags íslands 1993 til 1994 ásamt ritnefiid, ritstjóra og nokkrum gestum. Frá vinstri: Ragnar Aðalsteinsson hrl., frú Ólöf Bjarnadóttir, Helgi Jóhannesson hdl., Kristín Briem hdl., Gunnlaugur Haraldsson ritstjóri, Dögg Pálsdóttir skrifstofustjórí, Skúli Guð- mundsson skrífstofustjóri, Ingvar J. Rögnvaldsson skrífstofustjóri, frú Guðrún Karlsdóttir, Gunn- laugur Claessen ríkislögmaður, frú Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Sigurður Líndal prófessor og Garðar Gislason hœstaréttardómari. A myndina vantar tvo stjórnarmenn, þau Markús Sigur- björnsson prófessor og Sigríði Ingvarsdóttur héraðsdómara. 218

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.