Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Page 7
TÍMARIT ik '
LÖGFRÆÐIAGA
1.HEFTI 46. ÁRGANGUR MARS 1996
AUKASTÖRF DÓMARA
Fyrir skömmu kom fram á Alþingi fyrirspum til dómsmálaráðherra um störf
dómara á vegum framkvæmdarvaldsins. Hún hljóðar svo:
1. Hversu margir dómarar (hæstaréttar- og héraðsdómarar) eiga sæti í nefndum á vegum
framkvæmdarvaldsins eða hefur verið falið að vinna einstök verkefni fyrir fram-
kvæmdarvaldið? Við hvaða dómstóla starfa þeir? Hvemig skiptast þessar nefndir milli
ráðuneyta og hvenær vom þær síðast skipaðar? Ef um einstök verkefni er að ræða, þá
hvaða verkefni, á síðustu fjórum ámm, og hjá hvaða ráðuneytum.
2. Hversu margir dómarar sitja í nefndum á vegum framkvæmdarvaldsins vegna laga-
ákvæða þar um? Um hvaða nefndir er að ræða?
3. Hefur verið haft samband við dómsmálaráðuneytið þegar önnur ráðuneyti hafa skipað
dómara í nefndir eða falið dómuram önnur verkefni á sínum vegum?
4. Telur ráðherra það samrýmast því meginmarkmiði réttarfarsbreytinganna 1992 að
dómarar, sem skulu vera umboðsstarfalausir, gegni stjómsýslustörfum og kveði jafnvel
upp stjómsýsluúrskurði?
5. Telur ráðherra það vera í samræmi við hlutleysi dómsvaldsins að starfandi dómarar
eigi þátt í að semja fmmvörp til laga er þeir eiga síðar að dæma eftir?
Dómsmálaráðherra svaraði fyrirspuminni ítarlega og í svarinu er rakið í
hvaða nefndum á vegum framkvæmdarvaldsins dómarar sitja. Þótt upptalning
sé út af fyrir ekki skemmtilestur þykir þó rétt að geta nefndanna hér til
glöggvunar. Þær eru þessar:
1. Nefnd til að semja fmmvarp um eignarhald á afréttum. 2. Úthlutunamefnd söfnunar-
fjár vegna náttúmhamfaranna á Súðavík. (Hefur lokið störfum) 3. Dómnefnd skv. 2. mgr.
5. gr. aðskilnaðarlaga. 4. Tölvunefnd. 5. Gjafsóknamefnd. 6. Réttarfarsnefnd. 7. Sifja-
laganefnd. 8. Byggingamefnd Hæstaréttarhúss. 9. Ritnefnd Lagasafns. 10. Nefnd til að
athuga hvort taka eigi upp það fyrirkomulag að ríkissjóður ábyrgist greiðslur dæmdra
bóta vegna kynferðisbrota eða annarra grófra ofbeldisverka. (Hefur lokið störfum) 11.
Úrskurðamefnd félagsþjónustu skv. 1. mgr. 67. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.
12. Kærunefnd fjöleignarhúsamála. 13. Kærunefnd húsaleigumála. 14. Bamavemdarráð.
1