Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Side 16

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Side 16
ekki skýr mörk á milli refsingar og siðbætandi meðferðar. Það eitt að refsing geri menn að betri borgurum er réttlæting fyrir henni í sjálfu sér, en það er eitt að segja að refsing sé mannbætandi og annað að halda því fram að við þurfum að reyna að siðbæta afbrotamenn. Siðbótarviðhorfið felur í sér tilhneigingu til læknandi aðgerða og kannski er það rétt að við ættum í raun að meðhöndla afbrotamenn sem sjúklinga, en þá erum við ekki lengur að tala um refsingar. ÍV. Ég hef nú tíundað í einfölduðu máli nokkur dæmigerð og fyrirferðarmikil atriði er siðfræðingar hafa glímt við í umfjöllun sinni um refsingar. Það sem þessi mynd mín dregur helst fram í dagsljósið er, að því er ég fæ best séð það, að ekkert eitt viðhorf af þeim toga er ég hef tilgreint nægir eitt og sér til þess að réttlæta tilvist refsinga. Öll virðast þessi viðhorf gölluð eða beinlínis ógild ein og sér. Flest það sem nytjastefnumaðurinn bendir á hefur nokkurt gildi sem réttlæting refsinga en við lendum á villigötum ef við teljum eitthvert eitt atriði svo sem fælingu frá afbrotum eða siðbót hins seka einu gildu réttlætinguna. Aftur á móti hefur gjaldstefnumaðurinn nokkuð til síns máls, þegar hann segir að við myndum tæpast tala um refsilöggjöf sem studd er refsingum ef kerfið byggðist ekki á því að við gættum þess eftir fremsta megni að refsa einungis þeim sem brotið hafa lögin og kallast því sekir. En sekt manna er misjöfn í eðli sínu og ekki er öllu athæfi þeirra refsað á réttlátan máta þó siðlaust sé. Það er vonandi ljóst af því sem að framan segir við hvem vanda er að etja hér. Bæði er vandinn flókinn og á sérhverri tilraun til úrlausnar eru margir fletir. Það sem verst er verður þó að ætla að sé sú staðreynd að flest viðhorfín til réttlætingar fá vart staðist. Það er því umhugsunarvert að þrátt fyrir að flest þessi rök eða kenningar hafi verið hrakin, þá virðast þau lifa góðu lífi í hvert sinn er umræða um refsingar kemst í brennidepil. Þá er eins og aldrei hafi verið fjallað um þessi mál fyrr. Það er þetta sem ég átti við hér að framan þegar ég talaði um draugagang afturgenginna hugmynda. Nægir í þessu sambandi að minna á þær fjölskrúðugu deilur er upp rísa með reglulegu millibili víða erlendis um dauðarefsingar. Það er nánast sama hvar drepið er niður fæti í umræðunni, það rísa upp gamlir draugar hvert sem litið er. Sumir halda því þannig fram að refsing sé endur- greiðsla sakamanns á skuld hans við þá er hann braut gegn. Gott og vel, slík kenning kann að vera gild að því er varðar lögbrot gegn eignarrétti. Þar má koma við fébótum og rétta hlut þess sem brotið var gegn, en dettur nokkrum manni í hug að halda því fram að refsing geti verið greiðsla sektar til áréttingar afbrota líkt og nauðgana eða morða. Þetta dæmi sýnir kannski hvað gleggst hversu fánýtt það er að telja að réttlæting refsinga geti falist í fáum einföldum lögmálum. En því miður þá virðist það vera hið almenna viðhorf að svo sé. Ég er að reyna að gera því skóna hér að í grundvallaratriðum séu viðhorf alls þorra fólks til refsinga og réttlætingar þeirra byggð á tilfallandi vafasömum 10

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.