Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Síða 27

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Síða 27
boðað, að dómari skuli kynna dómfellda rækilega þau skilyrði sem frestun á ákvörðun refsingar eða fullnustu hennar er bundin og gera honum ljósar afleiðingar skilorðsrofa.16 Þessi kynning getur eðli máls samkvæmt ekki farið fram fyrr en dómur er formlega birtur dómfellda. Að lokum skal áréttað hér, að lög heimila ekki að einn og sami maðurinn sé með tvo skilorðsdóma á bakinu, ef við getum orðað það svo, á sama tíma. Ef skilorðsdómur er látinn haldast þegar dæmt er um nýtt brot ber að hafa refsingu samkvæmt seinni dóminum óskilorðsbundna og breytir þá engu þótt hún sé ákveðin sem hegningarauki við skilorðsdóminn. Einn dóm fann ég í dómasafni Hæstaréttar þar sem út af þessu er brugðið, það er H 1991 2057.1 því tilviki var til umfjöllunar brot sem framið var eftir uppkvaðningu skilorðsdóms 8. febrúar 1990, en fyrir birtingu hans. Upphafstími skilorðs hafði verið miðaður við dómsbirtingu og fór hún fram 20. febrúar. Þegar komist hafði verið að þeirri eðlilegu niðurstöðu að nýja brotið fæli ekki í sér rof á skilorði dómsins frá 8. febrúar 1990 segir svo í dómi þessum: Verður ákærða því ekki gerð refsing í einu lagi fyrir brot samkvæmt þeim dómi og fyrir brot þessa máls. Aftur á móti ber að ákveða refsingu ákærða samkvæmt 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sem hegningarauka við refsingu þess dóms. Þykir hún hæfilega ákveðin fangelsi í í einn mánuð og er hún skilorðsbundin á þann hátt sem í dómsorði greinir. 15 Ákærði R gerðist sekur um þjófnað 27. mars 1992. Samkvæmt sakavottorði sem lá fyrir héraðsdómara þegar dæmt var um þjófnaðarbrotið hafði ákærða með dómi 25. nóvember 1991 verið gert að sæta varðhaldi í 45 daga, skilorðsbundið í þrjú ár, vegna líkamsárásar, og 30 daga skilorðsbundnu varðhaldi fyrir nytjastuld og umferðarlagabrot samkvæmt dómi uppkveðnum 20. desember 1991. Héraðsdómari leit svo og á, að með þjófnaðarbrotinu hefði ákærði rofið skilorð beggja þessara dóma. Upphafstími skilorðs miðaðist samkvæmt forsendum fyrri dómsins við uppkvaðningu hans og við hið sama sýnist hafa verið miðað í seinni dóminum, en hann er þó ekki afdráttarlaus að þessu leyti. í dómi Hæstaréttar segir svo: „I héraðsdómi er réttilega frá því greint að með broti því sem fjallað er um í máli þessu rufu báðir ákærðu skilorð dóms 25. nóvember 1991. Ber samkvæmt 60. gr. almennra hegningar- laga nr. 19/1940, sbr. 7. gr. laga nr. 22/1955, að ákveða refsingu hvors hinna ákærðu í einu lagi fyrir brot þeirra í því máli og því er hér um ræðir. Dómur 20. desember 1991 var eigi birtur fyrir ákærða R fyrr en 26. maí 1992, eftir að brot það er hér um ræðir var framið. Ber að ákveða honum refsingu fyrir brot í máli þessu með tilvísun til 78. gr. almennra hegningar- laga. Rétt þykir þó að staðfesta refsiákvörðun héraðsdóms að því er ákærðu varðar“. Þessir dómar ásamt H 1991 2057, sem síðar verður vikið að, vekja upp spumingar um gildissvið 60. gr. almennra hegningarlaga. Svo sem áður greinir á ákvæðið ekki aðeins við þegar um skilorðsrof er að ræða, heldur ber einnig að beita því við refsiákvörðun ef hið nýja brot var framið fyrir upphaf skilorðstíma (upphaf skilorðstíma miðast samkvæmt framan- sögðu við birtingu skilorðsdóms). 16 Þessi skylda hvílir á hverjum þeim sem samkvæmt 3. mgr. 133. gr. laga nr. 19/1991, sbr. 4. gr. laga nr. 37/1994, annast birtingu dóms. 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.