Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Side 30
til gengið svo langt að jafnvel málsmetandi fólk virðist vilja kasta fyrir róða
grundvallarhugtökum eins og sekt eða sýknu eða gera sönnunarbyrði öfuga
með því að láta ákærðan mann t.d. fyrir kynferðisbrot sanna sakleysi sitt. Þó svo
að reiði og andúð almennings sé skiljanleg þegar um gróf brot er að ræða hlýtur
samt réttarríkið að grundvallast á því að dómstólar skeri úr um sekt eða sýknu
enda vandfundin önnur stofnun þjóðfélagsins sem betur væri til þess fallin.
En vrkjum aftur að Línu Langsokk og Spúnknum hennar. Hvað eiga menn við
þegar rætt er um að eitt ár eða jafnvel tíu sé allt of lítið fyrir þetta eða hitt
afbrotið. Hvað er eitt ár í fangelsi, hvað er einn mánuður í fangelsi? Hvað er það
sem gerist frá því að afbrot er framið, rannsókn lögreglu hefst, mál sent til
ríkissaksóknara og ákæra gefin út, dómur fellur og afplánun hefst? Eins og allir
í þessum sal vita getur þetta ferli tekið allt frá nokkrum klukkutímum og til
margra ára og er að sjálfsögðu ekki hluti af refsingunni sjálfri, nema um sé að
ræða gæsluvarðhaldsvist. Ég geri mér einnig fulla grein fyrir því að fómarlamb
afbrotamannsins í vissum málum kvelst oft líka á þessum sama tíma og jafnvel
ævilangt. Það er hins vegar önnur umræða og síst vandaminni en sú sem hér er
til umfjöllunar.
En hvaða forsendur eða viðmið er það sem fólk hefur þegar það segir að
ákveðinn tími segjum t.d. eitt ár í fangelsi sé stuttur tími? Er það vegna þess að
eitt ár sé svo lítill hluti af heildarævinni, eða vegna þess að árið sé fljótt að líða
í fangelsinu? Hvemig líður tíminn í refsivistinni? Er hann jafn lengi að líða í
fangelsi í Timbúktú og í Tyrklandi, eða á Kvíabryggju og Litla Hrauni? Hver er
munurinn á tímanum í öryggisálmunni og á fyrirmyndardeildinni á síðast
nefnda staðnum? Líður tíminn jafn seint og þegar við bíðum eftir strætó í kulda
og trekki, eða jafn fljótt og þegar við emm að sinna einhverjum hugðarefnum
þar sem tíminn hreinlega gleymist? Eitthvað mitt á milli kannski? Hvernig líður
tíminn hjá ástvinum þess seka sem ekkert hafa til saka unnið? Hvað með stimp-
ilinn sem fylgir mönnum jafnvel út ævitímann allan eftir losun úr refsivist? Ég
ætla ekki að reyna að svara öllum þessum spumingum til hlítar hér og nú,
heldur er ég aðeins að benda á afstæði tímans.
Þegar betur er að gáð held ég nefnilega að í mörgum tilfellum viti fólk
almennt lítið meira um refsivistina og inntak hennar heldur en það myndi vita
um Spúnkinn hennar Línu. Þegar menn eru að meta þyngd refsinga hlýtur það
að skipta höfuðmáli að mælieiningin liggi ljós fyrir. Hér á árum áður þótti það
ekki gáfulegur trésmiður sem ekki notaði tommustokk eða verkfræðingur sem
ekki notaði reiknistokk. Það liggur sem sagt mun ljósara fyrir hvað er einn
meter eða eitt kíló heldur en eins mánaðar refsivist.
Það sama gildir ekki um fésektir eða ýmis refsilæg viðurlög. Við gerum okkur
t.d. mun betur grein fyrir ákveðinni fésekt eða sviptingu ökuréttinda. Slíkir
hlutir standa okkur mun nær. í sannleika sagt held ég að fáir viti um þetta svo
neinu nemi, nema þeir sem í fangelsi eru dæmdir, aðstandendur þeirra og nánir
vinir svo og fangaverðir.
24